Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 26
282
VILHJALMUR MORRIS
eimreiðin
sem þella sliráðir? Sérðu nú,
og brosir að, er augun mín
með undrun lesa verkin þín,
þótt nú sé komin önnur öld,
með annað strið og heimskugjöld?
Mér finst þú sért við hlið mér hér
og höndu þína réttir mér:
Kom, frændi, nær, að fornum sið,
því fullvel saman eigum við.
Við drögum saman dreifðan lýð
og dveljum fyrir hvikri tíð;
við verndum minnin vonarfull
uns verða tárum fágað guil,
sem glóa skal við gróinn svörð
uns glóeyg vekur nýja jörð!
O þulur, háður eldi og ís,
þú afreksmaður, trúr og vís,
sem steyptir saman stórt og smátt,
er storð þín hafði sýnt og átt!
Þú vanst þaö afrek — þú og þið,
sem þvarr mér afl að streytast við;
þið rákuð ugg og æðru á dyr, —
sem erfiðast mér þótti fyr, —
uns nema máttuð Ijóst og leynt,
hvað lýðum jörð vor kennir beint!
Þið studduð mig er mest á lá,
það mun eg aldrei goldið fá.
VIII.
Þeir Morris héldu frá Þingvelli beint til Reykjavíkur, höfðu
beir þá verið réttar 6 vikur í ferðinni, enda var M. orðinn
allheimfús. Hið sama kvöld kom Díana. Dvöldu þeir úr því
fáa daga, seldu hesta og farangur og kvöddu síðan. M. minn-
ist þar enn fárra manna eða hluta. í Rvík sá hann Sir H.
Holland, er hér hafði ferðast með Mackenzie 50 árum áður.
»A honum sá eg ekki annað merkilegt en hans 84 ár«, segir