Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 36
292
EITT VANDAM. N. T. SKÝR.
eimreidin
vorum við skýring guðspjallanna. Þau eru mikilvægust allra
rita Nýja testamentisins, af því að þau segja svo að heita má
eingöngu frá ]esú Kristi. Og þá gefur að skilja, að vanda-
málin verða því erfiðari viðureignar því meira sem þau snerta
sjálfa persónu hans. Undanfarna áratugi hafa frásögur guð-
spjallanna um kraftaverkin verið mörgum guðfræðingnum ærið
erfiðar viðfangs, því að flestir vísindamennirnir neituðu því,
að kraftaverk gætu gerst, og fjöldi guðfræðinga og presta
hafði mist trúna á máttarverk.
Eg ætla mér nú ekki að fara að ræða um kraftaverkin
yfirleitt, heldur að eins eina tegund þeirra, og mig langar til
áð reyna að gera yður ljóst, hvernig oss beri að líta á hana.
Eins og þér munið, eru langflest kraftaverk Krists, þau er
Nýja testamentið getur um, lækningakraftaverk. I fræðsluriti
einu um biblíuna, er Breska biblíufélagið hefir gefið út, er
talið, að Nýja testamentið segi frá 36 kraftaverkum, sem jesús
hafi gert, en af þeim hafi 23 verið lækningar. Trú manna á
huglækningar hefir mjög vaxið á síðari árum víða um lönd.
Og víða má lesa frásögur um slík kraftaverk nú á dögum,
bæði í erlendum bókum og tímaritum. Fyrir þá sök eru menn
nú fúsari að trúa því, að ýmsar af frásögunum um lækningar
]esú í Nýja testamentinu kunni að vera sannar, en fólk var
fyrir 10—20 árum. Sumar af lækningum ]esú eru því nú
minna vandamál en áður.
En það er ein tegund lækninga hans, sem verið hefir
mesta vandamálið á öllum öldum og er enn. Það er útrekstur
illra anda.
Nýja testamentið skýrir svo frá, að menn geti eigi að eins
orðið fyrir góðum áhrifum á hugann úr ósýniiegum heimi,
heldur og illum. Ranghverfan á innblæstrinum eru áhrif illra
eða óhreinna anda. Guðspjöllin sjálf segja frá mörgum mönn-
um, er mist hafa með öllu vald á meðvitund sinni eða skyn-
semi eða að minsta kosti á vilja sínum, af því að annarlegt
vitsmuna-afl hefir náð svo tökum á líkama þeirra eða tauga-
kerfi, að þeir ráða sér ekki sjálfir. Er þeim lýst í Nýja testa-
mentinu sem vitskertum, óðum mönnum, eða stundum líkast
flogaveikum mönnum.
Hvað eftir annað er frá því skýrt í guðspjöllunum, ða