Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 125
ÍEIMREIDIN
RITSJA
381
af. Hann virðist ráða yfir ótæmandi uppsprettu íslenskra faguryrða, sem
annars liggja ekki á giámbekk í íslenskum bókmentum nú á tímum.
Sv. S.
DÓMAR, sorgarleikur í fjórum þáttum eftir Andrés G. Þormar, Reykja-
vík 1923 (Prentsm. Acta).
Þetta er önnur bókin, sem út kemur frá hinum unga höfundi. Fyrsta
bókin hans var smásögusafn, Hillingar. En með síðari bókinni er farið
úr gimsteinasmiðju smásagnanna inn í völundarhús leikritalistarinnar, og eru
umskiftin að vísu full snögg. Þó kunna að verða áhöld um það, hvort
sé vandasamara, smásagnagerð eða leikrita. En í leiknum verður höfund-
urinn framar öllu öðru að láta persónurnar lýsa sér sjálfar í athöfn og
orðum, í stað þess að segja frá þeim. Hann verður að sjá þær lifandi
fyrir framan sig, umgangast þær eins og aðra menn, kynnast þeim. Þess
vegna komst Ibsen svo að orði eitt sinn: „Þegar eg er að skrifa, verð
eg að vera aleinn. Því þegar eg hefi allar persónur leikritsins, sem eg er
að semja, í huganum, er það ærið fjölmenni að umgangast. Eg er önn-
um kafinn við þetta fólk, því eg verð að læra að þekkja það“. Ibsen
þekti líka áreiðanlega persónur sínar, enda var hann meistari í skap-
gerðarlistinni svo mikili, að fáir komast þar til jafns við hann.
Leikrit það, sem hér er um að ræða, gerist á galdraöldinni, og er
galdratrúin og galdrahræðslan lagt til grundvallar fyrir athöfnum persón-
anna í tveim síðari þáttunum. Höfundurinn uppfyllir margar þær kröfur,
sem vant er að gera til góðra leikrita. Leikurinn gerist allur á sama
stað, óðalssetrinu Núpi, og á tiltölulega stuttum tíma. Það er nokkurn-
veginn jafn og eðlilegur stígandi í rás viðburðanna leikinn á enda, og í
lokaatriðum leiksins er mikill dramatiskur kraftur. Þó mætti finna það
að fyrsta þætti, að hann væri of atburðafár og tilbreytingarlaus. Að vísu
kynnir höf. þar persónur sínar flestar fyrir lesandanum, en á leiksviði er
hætt við, að þátturinn verði þur og efnislítill, með því að fæstir þeirra
efniviða, sem halda Ieiknum uppi, eru lagðir fyr en í öðrum og þriðja
þætti.
Yfirleitt er ekki nógu vel gert grein fyrir galdratrúnni og galdrahræðsl-
unni, sem kemur af stað ofsóknunum á hendur Þórólfi, og er það þó
eitt aðalatriðið í leiknum. Aðalpersónurnar eru annars skýrt mótaðar og
eðlilegar. Hetjan Þórólfur er hraustmenni, en nokkuð hvatvfs, stórlátur
þótt fátækur sé og líður engum að troða sér um tær. Regina, unnusta
hans, er hin góða dís Iífs hans, sem fórnar öllu fyrir ást sína. Erla,
systir hennar, er tápmikil stúlka, einörð og viljaföst. Skálkurinn Olafur