Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 16
272
VILHjALMUR MORRIS
eimreiðin
IV.
Mörgum mætti þykja ærið nóg afrekað af einum manni
með öllu, sem að framan er talið, en jafnmikið eða meira
stórvirki M. er enn ótalið. Það er hinn eiginlegi skáldskapur
hans, er nú skal nokkuð lýsa. Hann er valið dæmi þess, hve
miklu einn maður fær orkað, sé hann í senn gæddur sköp-
unarafli auðugs anda og viljaþreki og verklægni að sama
skapi. Morris var hamhleypa til allra starfa, sem og þegar
hefir verið sagt, en hann var hitt einnig, sem sjaldan fylgir
flýtinum, manna vandvirkastur. Hann var og ávalt hrifinn af
því verkefni, sem hann tók fyrir, og sú hrifni hélt áfram uns
verkinu var lokið. Þó bar við, að hann hætti verki í hálfu
kafi og snerti ekki við því síðan. Þannig myndaði hann eitt
sinn höfuð af manni, en þegar hann hafði nær lokið smíðinni,
þóttist hann sjá misfellur á myndinni og tætti hana óðara
sundur; var það og hans síðasta tilraun í þeirri listategund.
Nú þegar listaiðnaður M. var kominn í fast horf-og úr hinm
mestu hættu, hóf hann að yrkja með miklum áhuga, þótt hann
daglega væri jafnframt við iðnaðarstörfin. En svo var hann stór-
virkur við að rita jafnóðum og hann orti, að á fám mánuðum,
stundum vikum, voru heilar bækur komnar á prent eftir hann.
Og nú var hverju riti hans tekið öðru betur. Leið og ekki
árið áður en frægð skáldskapar hans var flogin eins langt og
ensk tunga náði. Þurfti þó mikið til að ná öndvegissæti meðal
höfuðskálda þeirra, sem þá voru uppi á Englandi. Studdi það
mest vinsæld kveðskapar hans, að honum tókst svo snildar-
vel að sameina í söguljóðum sínum hið frumlega og þjóðlega,
samþýða efni og búning; enda þóttust menn þar aftur finna
endurborinn Elísabetu tímann, eða öllu heldur sagnastíl og
orðfæri skáldaföður Englands, hins gamla Chaucers, er ritaði
um 1400 hinar skemtilegu Kantaraborgarsögur. En Chaucer
var kennifaðir M. og meistari allra meistara í hans augum
alla hans æfi. Sagnkvæði í slíku formi, með fornum blæ og
þó á lifandi tungumáli, var þá og nýnæmi í löndum Englend-
inga. Þar bauðst forn þjóðleg list, og þó ný. Það var með
kveðskapinn á sinn hátt eins og iðnaðinn: hið eldra var ein-
ungis endurborið.