Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 16

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 16
272 VILHjALMUR MORRIS eimreiðin IV. Mörgum mætti þykja ærið nóg afrekað af einum manni með öllu, sem að framan er talið, en jafnmikið eða meira stórvirki M. er enn ótalið. Það er hinn eiginlegi skáldskapur hans, er nú skal nokkuð lýsa. Hann er valið dæmi þess, hve miklu einn maður fær orkað, sé hann í senn gæddur sköp- unarafli auðugs anda og viljaþreki og verklægni að sama skapi. Morris var hamhleypa til allra starfa, sem og þegar hefir verið sagt, en hann var hitt einnig, sem sjaldan fylgir flýtinum, manna vandvirkastur. Hann var og ávalt hrifinn af því verkefni, sem hann tók fyrir, og sú hrifni hélt áfram uns verkinu var lokið. Þó bar við, að hann hætti verki í hálfu kafi og snerti ekki við því síðan. Þannig myndaði hann eitt sinn höfuð af manni, en þegar hann hafði nær lokið smíðinni, þóttist hann sjá misfellur á myndinni og tætti hana óðara sundur; var það og hans síðasta tilraun í þeirri listategund. Nú þegar listaiðnaður M. var kominn í fast horf-og úr hinm mestu hættu, hóf hann að yrkja með miklum áhuga, þótt hann daglega væri jafnframt við iðnaðarstörfin. En svo var hann stór- virkur við að rita jafnóðum og hann orti, að á fám mánuðum, stundum vikum, voru heilar bækur komnar á prent eftir hann. Og nú var hverju riti hans tekið öðru betur. Leið og ekki árið áður en frægð skáldskapar hans var flogin eins langt og ensk tunga náði. Þurfti þó mikið til að ná öndvegissæti meðal höfuðskálda þeirra, sem þá voru uppi á Englandi. Studdi það mest vinsæld kveðskapar hans, að honum tókst svo snildar- vel að sameina í söguljóðum sínum hið frumlega og þjóðlega, samþýða efni og búning; enda þóttust menn þar aftur finna endurborinn Elísabetu tímann, eða öllu heldur sagnastíl og orðfæri skáldaföður Englands, hins gamla Chaucers, er ritaði um 1400 hinar skemtilegu Kantaraborgarsögur. En Chaucer var kennifaðir M. og meistari allra meistara í hans augum alla hans æfi. Sagnkvæði í slíku formi, með fornum blæ og þó á lifandi tungumáli, var þá og nýnæmi í löndum Englend- inga. Þar bauðst forn þjóðleg list, og þó ný. Það var með kveðskapinn á sinn hátt eins og iðnaðinn: hið eldra var ein- ungis endurborið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.