Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 77
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
333
ramri forneskju. Upphaflega voru þetta litlir fregnmiðar, oftast
í ljóðum. Seinna bættust almanökin við, og var smáaukið efni
þeirra. Á tímum fornmentastefnunnar og siðskiftanna fóru
þessir fregnmiðar að aukast og stækka og fá fastara form,
einkum í Þýskalandi. Frakkar fóru að kalla þetta »postes«
eða »gazettes, ítalir »avisi«, »novelle«, Englendingar »cour-
ants«, »news«, Þjóðverjar »boten« o. s. frv.. Árið 1588 fór t. d.
að koma út reglulega í Höln »Mercurius Gallo-Belgicus«, og
1606 fóru »Weckly News« að koma út í London, og eins-
konar dagblað fór að koma þar út 1702 (»The Daily Cour-
ant«). í Frakklandi kom fyrst út slíkt blað 1631 (»La Gazette«),
og á stjórnbyltingatímunum jókst blaðaútgáfa mikið. Eitthvert
ælsta blaðið, sem enn er á lífi, mun þó vera »Leipziger Zei-
tung«, sem byrjaði að koma út 1660, en fyrsta vikublaðið kom
út í Strassborg 1609. — Utan úr álfunni barst svo þessi
blaðaalda til Norðurlanda. I Danmörku fór Andreas Bording
fyrstur að gefa út tímarit 1666, og var það í ljóðum og hét
»Den danske Mercurius«. í Svíþjóð hafði byrjað að koma út
blað 1745, »Ordináre post-tijdender«, og í Noregi fóru
»Norske Intelligenssedler« að koma út árið 1768. En á Is-
landi hefst eiginleg blaðamenska árið 1773, með »Islandske
Maanedstidender* Magnúsar sýslumanns Ketilssonar.
Saga íslenskrar blaðamensku er að mörgu leyti merkilegur
þáttur í menningarsögu þessara ára. Þó hefir henni verið tiltölu-
lega lítill gaumur gefinn, eins og seinni alda sögu þjóðarinnar
yfirleitt. Prófessor Halldór Hermannsson hefir þó skrifað ýtar-
lega og góða sögu tímaritanna fram að 1874 (»The periodi-
cal literature of Iceland down to the year 1874«, Islandica
XI, N. V. 1918). Um tímann þar á eftir er ekkert samfelt
skrifað. En Hannes Þorsteinsson hefir skrifað yfirlit um fimtíu
ára æfi »Þjóðólfs« 1898, og Þorsteinn Gíslason um ýms atriði
þessara mála, í grein um Jón Olafsson blaðamann í »Iðunni«
1921, og um nokkra aðra blaðamenn í »Óðni« 1907 og 1908.
Það er eftirtektavert, að fyrsta blaðið eða tímaritið, sem út
er gefið á Islandi, skuli vera skrifað á dönsku. Þetta var þó
sumpart afleiðing alls aldarbragsins, sem þá var, og sumpart