Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 106
362
STÚDENTALÍF Á GARÐI
EIMREIDIN
var allur rifinn og blóðugur. Dyravörður spurði hann, hverju
þetta sætti, en hann kvaðst hafa orðið fyrir árásum af »götu-
bullum«. »Gátuð þér þá ekkert barið á þeim?« spurði dyra-
vörður. »Jú, eg tók með mér heim minjagrip«, svaraði íslend-
ingurinn og dró mannseyra upp úr vasa sínum. Átti hann að
hafa slitið það af einni bullunni, en rekið hinar á flótta. Nú
er þessi maður þektur að gæflyndi og frásneyddur barsmíð-
um, og mun sagan hafa verið búin til af einhverjum kunn-
ingjum hans, en nú eru sumir farnir að trúa henni, og eftir
mannsaldur verður hún sjálfsagt færð í letur sem sögulegur
sannleikur og sögð sem dæmi upp á víkingsskap og karl-
mensku Islendinga.
Nokkur rígur var milli stúdenta úr hinum ýmsu háskóladeild-
um. Þannig voru »stud. magar* sakaðir um gáfnahroka, og að
þeir þættust vera hinir einu og sönnu þjónar vísindanna. Guð-
fræðingum var brugðið um heimsku og of mikla hófsemi,
lögfræðingum um leti og spjátrungsskap í klæðaburði. Lækn-
isfræðingar þóttu greindir, en drykkfeldir. Auðvitað var mest
af þessu ástæðulaust. En því var trúað af mörgum.
Garðbúar gengu lítið á knæpur, nema helst fyrsta árið. Þeir
höfðu nógan félagsskap og skemtun heima og þurftu ekki að
sækja það út í bæ. Af knæpum og kaffihúsum, sem þeir komu
á, verður fyrst að nefna hina fornfrægu staði »Himnaríki« og
»Helvíti«. Þau voru rétt hjá Garði við Kaupmakarann. Himna-
ríki var kyrlátur staður. Þar var seldur matur, góður og ódýr,
og þar höfðu sumir Islendingar »krít«. Helvíti var nætur-
knæpa af verstu tegund. Þar snerist alt um vín og gleðikvendi,
var þar glaumur mikill og fjölmenni eftir miðnætti. Þangað
fóru flestir »Rússar«, fyrst er þeir komu til Hafnar, til þess
að skoða næturlífið; mun mörgum' Landanum hafa þótt lífið
þar undarlegt og ólíkt því sem gerist á kaffihúsunum í Reykja-
vík; ærið voru menn forvitnir eftir að sjá staðinn þó litla
ánægju hafi þeir sókt þangað. Nú er Helvíti komið á höfuðið
og úr sögunni, og sakna þess víst fáir.
Af öðrum knæpum má nefna Stevns rétt hjá Garði (Þar
átu sumir, og kölluðum við þá stefnivarga), »Bollagarða« (Lar-
sen), »Miklagarð« (Grandeville). Af dýrari stöðum fóru menn
helst á »Vatnsenda«, »Drotninguna« (La Reine), »Fjalaköttinn«