Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 112
368
SAGAN UM HANN PÉTUR
EIMREIÐIN
staðar verið rekinn á dyr. — Seinast bauð eg bókina mína
fyrir skitnar 5 krónur, en heldurðu að þeir aki sér þá ekki
Jíka, bölvaðir gyðingarnir þeir arna, og þykist ekkert geta.
Nú bíð eg einmitt eftir einhverri landeyðunni, sem gæti borg-
að fyrir mig ölið mitt — og stendur heima, hér ert þú
kominn!«
»Ertu með nýja bók, Pétur?«
»0 jæja — ekki segi eg það nú kannske. En það er
svona samsafn úr jólablöðum og dagblöðum, — tombólukvæði,
— veislu — afmælisvísur, lygasögur frá Voss — og sálmar
í þokkabót. Margt af því er gott, en meira þó hnoð, en þó
að minsta kosti alt nógu gott í lesendaskrílinn«.
Nú stóð svo á, að nýkominn var til bæjarins bókaútgef-
andi, sem hét Eiríksson og var sænskur. Hann hafði áður
verið prentari og meþodistaprestur, selt tortryggilegar myndir
'í heildsölu og ferðast um sem umboðsmaður fyrir Eskilstuna-
járnvörur, — í stuttu máli: fjölhæfur maður, fjáður vel og
fullur af háfleygum fyrirætlunum. Hann hafði leigt sér her-
bergi og ráðið til sín mann, sem hann kallaði skrifstofustjóra,
settist svo í skrifborðsstólinn sinn með aðstoðarmanninn fyrir
iframan sig og mælti:
»]æja, eigum við þá að fara að gefa út?«
»]á, en þá vantar okkur bókmentir, — skáld«.
»Hvað er af skáldum hér í Noregi?«
»Tja, Iátum okkur sjá, — einn heitir nú Björnson«.
»Skrifaðu upp Björnson!« sagði hann og rétti skrifstofu-
:stjóranum blýant.
»0g einn heitir nú Jónas Lie«.
»Skrifaðu Jónas Lie«.
»0g Kielland*.
»Agætt, — getum við ekki róið í Kielland í símanum«.
»0g Henrik Ibsen*.
»Fyrirtak, — getum við ekki beðið þenna herra Ibsen að
’líta hérna inn á skrifstofuna?*
Eitt sinn kom nýgiftur rithöfundur inn til Svíans og bauðst
itil að þýða rit Dickens fyrir hann.
»Agætt. — A Dickens heima hér í Kristjaníu?«
»Nei, Dickens var Englendingur«.