Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 23
æiMREieiN VILHjÁLMUR MORRIS 279
-þjóðveldi íslands og félagsskipan stæðu nær hyggju sinni og
hugsjón, en nokkur önnur sögunnar dæmi. Bjóst hann nú
að sjá Lögberg íslendinga, Hjarðarholt og Hlíðarenda og
kvað sér mundi finnast meir um þá staði, en hið rómverska
Torg, Aþenuborgarvígið eða hinar grasi grónu stöðvar Tróju-
-borgar. Oft segir M. sér hafa á ferð sinni komið í huga orðin:
»Hvað fóruð þér út á eyðimörk að sjá?« — »Blakt land og
bersnautt, óbygðir með bleikum og hrjóstrugum högum, ísi-
gnúin holt og hrjóstur, með eld undir iljum manna, —■ og
samt sem áður forðabúr og fjárhirsla heimsins og drotning
Jandanna!«
Morris var hinn besti ferðamaður, reiðmaður góður, kátur
og fjörmikill, ráðagóður, síúðrandi við hvað sem við þurfti,
matreiðslumaður hinn besti. En lítt lét honum að rita ferða-
sögur og nálega aldrei hélt hann dagbækur,. enda var hugur
■og sál háð skoðun landshátta og alls annars, er bar fyrir
augu og eyra. A Islandsferðunum breytti hann þó venju sinni
og ritaði dagbókarbrot handa konu sinni. En flest af því er
um »daginn og veginn«, og ekki vert að dvelja við hér.
Morgun þann er hann leggja átti á stað, ritaði hann í dagbók
sína: »Þá runnu á mig tvær grímur, og fanst mér sem eg
mundi kjósa, að eitthvað kæmi fyrir, sem setti mig kyrran; og
samt sem áður þótt mér óbærilegt, að eiga að sofa næstú
nótt heirna í Lundúnaborg«.
Á ferðinni norður á Skotland mátti hann ekki neitt sofa
af óþoli og ferðahug,' en svo kom hann til sjálfs síri og barst
úr því af sem ekkert væri. Þeir tóku far á »Díönu« og fengu
Sreiða ferð. Allmikið fanst M. um Færeyjar og lýsir þeim ein-
kenniléga. Þeir sáu' ísland fyrst úti fyrii- Berufifði, 'var veður
Sott og þokulindar i hlíðum. Um landsýn við Island orii skáldið
kvæðið »Iceland first seen«, er byrjar svo:
„Lo, from our loitering ship
á n'ew land at last to be seen". •«
Þeir komu til Reykjavíkur 14. júlí.' Var þar alt fyrirbúið,
■sem til ferðar þurfti að hafa hjá Geir Zoéga, og lögðu þeir
félagar því upp þann 17. s. m.. Ekki lýsir M. Rvík, enda nefnir
fáa menn í dagbók sinni nema tvo: Geir Zoéga og Jón for-