Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 53
'ÆIMREIÐIN
EITT VANDAM. N. T. SKÝR.
309
New Light on Immortality*). í þeirri bók setur hann fram
þá sannfæring sína, að allur helmingur sjúklinga í öllum geð-
veikrahælum muni hafa veikst vegna þess, að þeir hafi verið
gæddir miðilshæfileikum, sem þeir hafi ekkert vitað af, og því
ekki haft vit á að forðast hættuna. — Eg er ekki bær um
það að dæma, hvort svo mikil brögð séu að þessu. En vissu-
lega er hér um stórmerkilegt mál að ræða fyrir geðveikra-
læknana. Ekki síður tekur það til þeirra en guðfræðinganna.
Fyrir nokkrum árum kom enskur kristniboði heim til Eng-
lands. Hann hafði starfað suður á Sýrlandi. Nú vildi hann
safna fé til þess að koma upp geðveikrahæli suður á Líbanon.
Honum ofbauð, hve illa væri farið með geðveikt fólk þar
eystra, og hann hafði þá sögu að segja, að bæði á Sýrlandi
og í Palestínu sé það enn trú manna, að geðveikir menn séu
haldnir af illum öndum. Margir prestar á Englandi uppörvuðu
fólk til þess að styrkja fyrirtæki hins mannúðarfulla trúboða.
Hann var kvekari. Einn prestanna talaði um þetta í prédik-
unarstólnum og lýsti yfir því, að auðvitað væri »djöful«-æðið,
sem talað væri um í Nýja testamentinu, ekki annað en það,
er vér nefndum nú geðveiki. Hann kvað mönnum ekki geta
blandast hugur um það, að þessi sannfæring Sýrlendinga og
Palestínu-búa nú á tímum væri ekki annað en hjátrú. Og
fyrir því yrðum vér Iíka að játa, að skoðun Nýja testamentis-
höfundanna hefði í þessum efnum líka verið hjátrú. Auðvitað
var hann í vanda með Krist, en virðist helst hafa huggað sig
við það, að óvíst sé, hvort guðspjallamennirnir hermi oss rétt
orð hans.
Nú er það að vísu ágætt, að kristniboðar fari þangað
• austur í löndin, til þess að kenna mönnum að lifa betur í
ikærleiksanda kristindómsins. En hins vegar finst mér það í
:meira lagi broslegt, er kristnir trúboðar fara austur til Pale-
stínu og Sýrlands, landanna, sem voru vagga kristindómsins,
til þess að rífa niður það, sem Kristur og postular hans trúðu
•og fólk varðveitir enn þar eystra. Sönnu nær sýnist það vera,
að þeir létu kærleika Krists knýja sig til að reisa geðveikra-
hæli þar eystra og notuðu því næst sams konar lækningarað-
ferðir og meistarinn og postular hans notuðu forðum.
Vonandi verður sams konar lækningaraðferð við sumar teg-