Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 19
eimreiðin
V1LH]ÁLMUR MORRIS
275
nægilega. Vfirleitt var M. eitthvert hið mesta göfugmenni.
Hváðust vinir hans og viðskiftamenn (eins og Mr. Elis, for-
leggjari hans) aldrei hafa þekt grandvarari mann og veglynd-
ari í viðskiftum þrátt fyrir bráðlyndi hans, stóryrði, ástundun,
einurð og djarfyrði. Um mannkosti hans: örleik, viðkvæmni,
hjartagæði, þagmælsku, trúlyndi og vinsemd við menn og mál-
leysingja, mætti tilfæra mörg merkileg dæmi úr hinni miklu
æfisögu hans, er nefnd var að framan, en það yrði of langt
mál hér.
Um þetta miðskeið æfinnar átti skáldið góða daga, þótt
aerið hefði að starfa, enda fékk hann aldrei betra næði til
skáldskapariðkana; var hann í því verki eins og öðru meir
en tveggja maki, þeirra, sem gildir kallast, orti oftlega mörg
hundruð erindi á dag, auk margra tíma annara starfa. En —
hvernig var kveðskapur sá og hvað má yfirleitt segja um
skáldskap hans?
1867, eftir að »Jason« kom út, varð M. óðara frægur mað-
ur; fékk hinn nýi skáldskapur hans hið mesta lof bæði heima-
fyrir og í Ameríku, enda fylgdi úr því hvort bindið af öðru
af sjálfu stórritinu. Af dómum samtíðarinnar um gildi rita
Morrisar tilfærir æfisagan fátt, en yfirleitt má eflaust segja,
fyrst það, að M., þótt fljótvirkur væri, vandaði öll sín kvæði
sem annað. Ávalt hefir hann haft hemil á skapi sínu, tilfinn-
ingum og hugarflugi. Hann leikur sér aldrei að list sinni,
svo á beri, og öll hans lipurð virðist fremur tamin og tilbúin
heldur en meðfædd. Fyndni og gletni gætir lítið, en enginn
segir betur frá hinu stórfelda í hvaða mynd sem er. M. elsk-
aði íslenska hesta, og eg vil líkja honum í skáldskapnum við
'slenskan gæðing, sem vel kann á kostum að fara, enda sé
tamningin auðsæ, þótt kostirnir liggi í blóðinu. Fjörspretta
9ætir minna en jafnagangsins. Morris sjálfur neitaði því, að
skáldgáfan væri »innblástur« (inspiration) andans. »Sá maður,
sem ekki getur ort hetjukvæði um leið og hann vefur ábreiðu,
ættu aldrei að yrkja vísu«, sagði hann. Listamaðurinn og
smiðurinn kemur ávalt fram í skáldskap hans. Hans aldir voru
hinar síðari miðaldir, sagna- og byggingaaldirnar, einkum 13.
°9 14. öldin. Þess vegna minnir hans »Jarðneska Paradís« á
hinn »guðdómlega« sjónarleik Danta, dómkirkjusmíðarnar og