Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 42
298
EITT VANDAM. N. T. SKYR.
eimreiðin
vofur við gröfina þeim, er truflar frið grafarinnar, eða skeifa
misgerðamanninn í draumum«.
Ef vér tökum nú að íhuga frásögur Nýja testamentisins í
þessu ljósi og gæta betur að því, hvað felst í orðinu andi
(pnevma), eins og rithöfundar Nýja testamentisins nota það,
verður oss æ ljósara, að það táknar sál mannsins, hvort
heldur hún er holdi klædd eða framliðin. Fyrir þessu hefi eS
gert nokkra grein í riti mínu Kirken og den psykiske Forsk-
ning, sem út kom í Kaupmannahöfn síðast liðið haust, sér-
staklega í eftirmálanum, af því að dómprófasturinn í Hróars-
keldu, dr. theol. Hans Martensen-Larsen, vildi neita því, að
nokkursstaðar væri í Nýja testamentinu að ræða um samband
við sálir framliðinna manna. Eg hefi sýnt þar fram á, hvílík
fjarstæða sú fullyrðing er, og að ýms ummæli ritningarinnar
lýsi berlega yfir hinu gagnstæða. Eg leyfi mér að vísa hér til
þess, sem eg hefi sagt þar. Eg hefi ekki tíma til að fara út
í það nú.’)
En sannfæring mín er þessi, eftir margra ára rannsókn á
Nýja testamentinu: Kristur og postularnir trúðu því, að sumir
geðveikir menn og flogaveikir væru haldnir (obsessi) af
óhreinum eða illum öndum, og að þessir óhreinu andar væru
ekki annað en framliðnir menn. Þeir megnuðu með einhverj-
um hætti að reka sál sjúka mannsins svo úr líkamanum, að
þeir kæmust sjálfir svo að, að þeir gætu notað hann að ein-
hverju leyti.
Ef þetta er rétt hjá mér um Nýja testamentið, hvað eigum
vér þá að segja um slíka skoðun? Eigum vér að nefna hana
»hjátrú og hindurvitni* og vísa henni á bug, eins og t. d.
dr. Horst Stephan, prófessor í Marburg, gerir í hinni nýju
trúfræði sinni, sem út kom árið 1921? Hann heldur að bæði
Kristur og Lúther hafi orðið fyrir hjátrúarkendum áhrifum
sinna tíma, þegar um Satan og illa anda sé að ræða.
Samviskusamur biblíuskýrandi getur ekki fylgt slíkum leið-
togum í blindni. Ekkert ráð er þá eftir annað en spyrja
reynsluna, sem æfinlega er ólygnust. Qeðveikir menn og floga-
veikir eru enn til, eins og á dögum Krists. Og það merkilega
1) Sjá einkum I. Pét. 3, 19 og Hebr. 12, 23.