Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 42
298 EITT VANDAM. N. T. SKYR. eimreiðin vofur við gröfina þeim, er truflar frið grafarinnar, eða skeifa misgerðamanninn í draumum«. Ef vér tökum nú að íhuga frásögur Nýja testamentisins í þessu ljósi og gæta betur að því, hvað felst í orðinu andi (pnevma), eins og rithöfundar Nýja testamentisins nota það, verður oss æ ljósara, að það táknar sál mannsins, hvort heldur hún er holdi klædd eða framliðin. Fyrir þessu hefi eS gert nokkra grein í riti mínu Kirken og den psykiske Forsk- ning, sem út kom í Kaupmannahöfn síðast liðið haust, sér- staklega í eftirmálanum, af því að dómprófasturinn í Hróars- keldu, dr. theol. Hans Martensen-Larsen, vildi neita því, að nokkursstaðar væri í Nýja testamentinu að ræða um samband við sálir framliðinna manna. Eg hefi sýnt þar fram á, hvílík fjarstæða sú fullyrðing er, og að ýms ummæli ritningarinnar lýsi berlega yfir hinu gagnstæða. Eg leyfi mér að vísa hér til þess, sem eg hefi sagt þar. Eg hefi ekki tíma til að fara út í það nú.’) En sannfæring mín er þessi, eftir margra ára rannsókn á Nýja testamentinu: Kristur og postularnir trúðu því, að sumir geðveikir menn og flogaveikir væru haldnir (obsessi) af óhreinum eða illum öndum, og að þessir óhreinu andar væru ekki annað en framliðnir menn. Þeir megnuðu með einhverj- um hætti að reka sál sjúka mannsins svo úr líkamanum, að þeir kæmust sjálfir svo að, að þeir gætu notað hann að ein- hverju leyti. Ef þetta er rétt hjá mér um Nýja testamentið, hvað eigum vér þá að segja um slíka skoðun? Eigum vér að nefna hana »hjátrú og hindurvitni* og vísa henni á bug, eins og t. d. dr. Horst Stephan, prófessor í Marburg, gerir í hinni nýju trúfræði sinni, sem út kom árið 1921? Hann heldur að bæði Kristur og Lúther hafi orðið fyrir hjátrúarkendum áhrifum sinna tíma, þegar um Satan og illa anda sé að ræða. Samviskusamur biblíuskýrandi getur ekki fylgt slíkum leið- togum í blindni. Ekkert ráð er þá eftir annað en spyrja reynsluna, sem æfinlega er ólygnust. Qeðveikir menn og floga- veikir eru enn til, eins og á dögum Krists. Og það merkilega 1) Sjá einkum I. Pét. 3, 19 og Hebr. 12, 23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.