Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 92
348
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN
einnig að geta þess, að hér hefir lengi komið út all mikið af
skrifuðum blöðum, og er þeirra getið þegar á dögum Skúla
fógeta og koma víða út enn. Eru það bæði sveitablöð og fé-
laga, sem annað hvort ganga milli bæja eða eru lesin á fund-
um. Þó fækkar skrifuðum sveitablöðum með aukinni útbreiðslu
prentuðu blaðanna.
í þessu stutta söguyfirliti hefir að eins verið unt að stikla
á stærstu steinunum, merkustu mönnum og málum, sem helst
hafa ráðið þroska og þróun blaðamenskunnar á þessum 150
árum. Tilraun til lýsingar á viðfangsefnum blaðamenskunnar
og til nánara mats á gildi þeirra og afstöðu í þjóðarþróuninni
getur ekki komið að þessu sinni vegna rúmleysis. En þetta
yfirlit gefur nokkra hugmynd um áhrifin. Saga blaðamensk-
unnar er líka, ef nákvæmlega er rakið, saga flestra hinna
meiri mála í menningu þjóðarinnar, og tímabilið, sem blaða-
menskan nær yfir, er jafnframt eitt hið eftirtektaverðasta um-
brota- og endurreisnartímabil íslenskrar sögu. Blaðamennirnir
hafa flestum öðrum fremur verið svo að segja alstaðar ná-
lægir í þessu fjölþætta starfi, þeir hafa oft í senn, þeir bestu
þeirra, verið rödd þjóðarinnar og það afl, sem ráðið hefir
því, hvað röddin hefir hrópað. Hins er heldur ekki að dyljast,
að sum ritin hafa stundum brugðist skyldu sinni. Eðli þeirra
hefir þá verið að hrópa heimsku og heiftyrði yfir talhlýðinn
og leiðitaman lýð. Og efni þeirra hefir verið áþekt því, sem
segir í vísunni, að »rekur mig í rogastans á ruslakistu Norð-
urlands«. Enn þetta er ekkert einkenni þessara rita umfram
ýms önnur. Persönulegar skoðanir manna á einstökum þáttum
þess efnis, sem blöðin flytja, einkum stjórnmálum, rugla líka
oft dóma manna um gildi blaðamenskunnar sjálfrar yfirleitt.
Blaðamenskan er, ef til vill meira en nokkur önnur bókmenta-
leg starfsemi komin undir samvinnu höfunda og lesenda, og
engin grein bókmentanna önnur er heldur eins víðfaðma eða
jafn nákomin lífi líðandi stundar. í því er í senn fólginn styrkur
hennar og veikleiki. Áhrif hennar verða því oft ekki metin
eftir svonefndu beinu bókmentagildi hennar, heldur eftir al-