Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 92

Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 92
348 ÍSLENSK BLAÐAMENSKA EIMREIÐIN einnig að geta þess, að hér hefir lengi komið út all mikið af skrifuðum blöðum, og er þeirra getið þegar á dögum Skúla fógeta og koma víða út enn. Eru það bæði sveitablöð og fé- laga, sem annað hvort ganga milli bæja eða eru lesin á fund- um. Þó fækkar skrifuðum sveitablöðum með aukinni útbreiðslu prentuðu blaðanna. í þessu stutta söguyfirliti hefir að eins verið unt að stikla á stærstu steinunum, merkustu mönnum og málum, sem helst hafa ráðið þroska og þróun blaðamenskunnar á þessum 150 árum. Tilraun til lýsingar á viðfangsefnum blaðamenskunnar og til nánara mats á gildi þeirra og afstöðu í þjóðarþróuninni getur ekki komið að þessu sinni vegna rúmleysis. En þetta yfirlit gefur nokkra hugmynd um áhrifin. Saga blaðamensk- unnar er líka, ef nákvæmlega er rakið, saga flestra hinna meiri mála í menningu þjóðarinnar, og tímabilið, sem blaða- menskan nær yfir, er jafnframt eitt hið eftirtektaverðasta um- brota- og endurreisnartímabil íslenskrar sögu. Blaðamennirnir hafa flestum öðrum fremur verið svo að segja alstaðar ná- lægir í þessu fjölþætta starfi, þeir hafa oft í senn, þeir bestu þeirra, verið rödd þjóðarinnar og það afl, sem ráðið hefir því, hvað röddin hefir hrópað. Hins er heldur ekki að dyljast, að sum ritin hafa stundum brugðist skyldu sinni. Eðli þeirra hefir þá verið að hrópa heimsku og heiftyrði yfir talhlýðinn og leiðitaman lýð. Og efni þeirra hefir verið áþekt því, sem segir í vísunni, að »rekur mig í rogastans á ruslakistu Norð- urlands«. Enn þetta er ekkert einkenni þessara rita umfram ýms önnur. Persönulegar skoðanir manna á einstökum þáttum þess efnis, sem blöðin flytja, einkum stjórnmálum, rugla líka oft dóma manna um gildi blaðamenskunnar sjálfrar yfirleitt. Blaðamenskan er, ef til vill meira en nokkur önnur bókmenta- leg starfsemi komin undir samvinnu höfunda og lesenda, og engin grein bókmentanna önnur er heldur eins víðfaðma eða jafn nákomin lífi líðandi stundar. í því er í senn fólginn styrkur hennar og veikleiki. Áhrif hennar verða því oft ekki metin eftir svonefndu beinu bókmentagildi hennar, heldur eftir al-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.