Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 78
334
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN
sprottið af því, að ritið var einkum ætlað hinum »upplýstari«
mönnum og »höfðingjalýð« ýmsum, en sumt af því fólki voru
Danir, sem ekki skildu íslensku. Þó vildi ritið engan veginn
»dependera svo af þeim dönsku«, að það vildi spilla eða út-
rýma íslenskri tungu, heldur skrifaði Magnús Ketilsson þvert
á móti gegn þeirri stefnu. Annars var ritið aðallega frétta-
blað, og það sæmilegt að ýmsu leyti, eftir því sem um var
að gera. Annmarkana hefir útgefandinn líka sjálfur fundið, því
hann segir á einum stað: »Aldrig har noget Skrivt havt större
Rett til Undskyldning og al-
drig nogen Autor med meere
Foye forlanget en mild Dom
end Forfatteren af disse Maa-
neds-Tidender; saa at om der
ikke var en hoj Anmodning,.
som hos os giellder for Be-
faling, til at skrive dem, loed
man det vistnok være«. Því
hann segir, að bæði sé ölL
byrjun erfið, og svo eigi hann
óhægt um að skrifa dönsku.
Málið var líka hálfskrítið á
köflum. T. d. segir í grein-
inni »Om Inventarii Qvilder udi Island«: »Til mine Herrer>
— Formodentlig vil denne Glose, Qvilde, komme Dem frem-
med for, den er hverken dansk eller islandsk, men en van-
skabning af begge Sprogene, skal ellers betyde saa meget
som et Koe-gield, eller een Koes Værdie . . .« Vmsar efnis-
villur og málvillur komust líka inn í ritið fyrir það, að útgef-
andinn bjó búi sínu all-langt frá prentsmiðjunni, og er þá les-
arinn beðinn þess »ydmygst og tientsligst for denne gang at
oversee dette med Forsikring om al muelig Flid og Nöiagtig-
hed i Fremtiden«.
Vfirleitt virðast þó »Mánaðartíðindin« ekki hafa haft ýkja mikil
áhrif á þjóðlíf samtíðar sinnar eða þróun blaðamenskunnar
eftir á, þó þau séu merkileg sem fyrsta tilraunin í þessa áft..
Þrír árgangar komu út (1773—76). Annars var Magnús Ket-
ilsson (1731 — 1803) fyrir margra hluta sakir merkilegur mað-
Magnús Ketilsson.
Fyrsti tímaritsútgefandi á Islandi.