Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN
EITT VANDAM. N. T. SKÝR.
303
lokað augunum fyrir dulskygnishæfileika, þótf skýring sé ekki
enn fengin á því fyrirbrigði.
En hvað er nú þetta fyrirbrigði? Höfum vér átt hér í
höggi við anda framliðins manns, eins og miðillinn og margir
menn fullyrða? Eg veit, að rökfræðin virðist vera meðmælt
þeirri tilgátu, að alf í kring um oss kunni að vera verur, sem
vér vitum ekki hvers eðlis eru og vér fáum ekki skynjað með
skilningarvitum vorum, en þar er enn um svo mikið kviksyndi
að ræða, að vér hættum oss ekki út á það. Vér skulum vera
hæverskir í skýringum vorum, hversu erfitt sem það kann
að vera«.
Eg leyfi mér nú að benda yður á, að aðferðin, sem hann
nofar, má sjálfsagt nefnast hákristileg að því leyti, að fyrir
honum vakir það framar öllu, að bjarga sjúklingunum, hjálpa
þeim í neyð þeirra, hvort sem vér skiljum lækningaraðferðina
eða ekki. En lækningaraðferð hans kann að vera hákristileg.
í meira en þessum skilningi. Nýja testamentið sýnir oss ótví-
ræðlega, að dulskygnigáfunni hefir ]esús sjálfur verið gæddur.
Eru þá ekki líkindi til, að hann hafi séð þegar í stað, hvernig
ástatt var um þessa geðveiku eða flogaveiku menn, sem hann
læknaði? Það er vafalaust sama gáfan og sú, er Páll postuli
nefndi »diakrisis pnevmatón« (greining anda). Sá hæfileiki var
í frumkristninni nefndur náðargáfa, og eg gæti trúað að dr..
Magnin þyki hann eiga það nafn fyllilega skilið enn í dag.
Annað dæmið tek eg úr mjög merkri bók eftir amerískan
mann, Eugene Crowell, doktor í læknisfræði. Er bókin prentuð
í New Vork 1874 og heitir »The identity of Primitive Christi-
anity and Modern Spiritualism« (þ. e. frumkristnin og spíri-
tisminn eru eitt og hið sama). Svo langt er síðan, að sá
læknir var sannfærður um, að haldið (obsession) væri raun-
veruleikur og því kenning Krists sönn. Segir hann mörg
dæmi þess, hvernig ýmsir glæpamenn hafi framið morð og
margs konar óhæfu eingöngu fyrir þá sök, að þeir hafa —
að hans dómi — verið haldnir af óhreinum anda. Hefi eg
fátt lærdómsríkara lesið en þá bók.
Eg verð að stytta frásöguna nokkuð.
Læknirinn tekur hana eftir frú Emmu Hardinge Britten,