Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 111
EIMREIÐIN
Sagan um hann Pétur.
Eftir Johart Bojer.
Hann Pétur er kominn til bæjarins. — Aha! Þá vissum við
allir, að það var hann Pétur Sivle. Hann þúaði alla og allir,
sem þektu hann, kölluðu hann bara Pétur.
Seinustu árin sem hann lifði, skaut honum upp í höfuð-
staðnum með löngu millibili, og bæði sumar og vetur var
hann með sama gráa barðastóra hattinn og í sömu gráu slag-
kápunni, sem hvortveggja bar merki um rykuga þjóðvegi og
járnbrautarreyk.
Enginn gleymir þessu andliti með stutta alskegginu, eir-
spangagleraugunum og hnúðótta enninu, sem fór svo mjókk-
andi upp við hársræturnar. Hann var mjög hreykinn af því
að vera sambrýndur. »Það er varúlfsmerki«, sagði hann. »Það
eru engir aðrir en eg og hann Egill Skallagrímsson, sem
hafa það«. Hann var altaf þvalur og sveittur í framan,
og þegar hann kom upp frá Vestri brautarstöðinni með ferða-
töskuna sína í hendinni, sýndist hann eiga svo feikilega ann-
ríkt, en í raun og veru var hann að eins kominn til þess að
yngja sig upp í borgarglaumnum, eftir útivistina í sveitinni.
Dag nokkurn rakst kunningi hans á hann inni á veitinga-
húsinu Grand. Sat Pétur þar í hálftómum veitingasalnum með
tómt ölglas fyrir framan sig. Hattinn hafði hann keyrt langt
niður fyrir eyru, og gleraugunum starði hann þunglyndislega
ofan í pappírshlaða, sem lá á hnjám hans.
»Liggur illa á þér í dag, Pétur?«
Sivle var málagarpur, hvort sem hann skrifaði ríkismál,
landsmál eða »Voss«-mál. En í daglegu tali blandaði hann
þessum málum saman, og sótti hann þá kjarnyrði sín í allar
áttir, er honum lá á.
»Og far þú hoppandi«, sagði hann. »Heimurinn er tómt
gall og grefils beiskja, og sé svo, að nokkur ærleg skepna
skríði undir sólinni, þá er það enginn annar en eg. Nú hefi
eg þrammað frá einum bókaútgefandanum til annars og al-