Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 41
eimreiðin EITT VANDAM. N. T. SKVR. 297 »Nam quae daemonia vocantur (haec autem malorum hominum spiritus sunt) et viventes intrant, eosque necant quibus nihil auxilii praesto est, ipsa statim, si modo aegrotantibus admo- veatur, abigit« (þ. e. Því að þeir, sem kallast »demónar« (en það eru andar vondra manna) og fara inn í lifandi menn, og drepa þá, sem ekki eiga völ á neinni hjálp, rekur hún (c: rótin) þegar út, ef hún er borin að hinum sjúku). — Rit þetta reit jósefus upphaflega á sinni tungu, aramísku, en snéri því á grísku með tilhjálp sér færari manna í þeirri tungu. Eru þar notuð sömu orðin og í Nýja testamentinu um þessar verur. — Þeir eru nefndir »daimonia« eins og tíðast í guðspjöllunum, en þessu bætt við: en það eru andar vondra manna. Sömuleiðis er það tekið fram, að þeir fari inn í lif- andi menn og af því stafi sjúkdómurinn. Þetta er nákvæmlega sama skoðunin og Kristur heldur fram í guðspjöllunum. Benda þessi ummæli jósefusar ekki ótvíræðlega á, að svona hafi verið á málið litið á Gyðingalandi forðum? Minnist þess, að jósefus er á blóma-aldri einmitt þau árin, sem samstofna guðspjöllin eru rituð. Hann hefir ekki fundið upp þessa skýr- ing á því, hverir illu eða óhreinu andarnir voru, heldur segir hann blátt áfram frá því, sem var sannfæring alls almennings. Alveg eins mun vera um Nýja testamentið. Þar er ekki tekið sérstaklega fram, hverir illu eða óhreinu andarnir eru, því að rithöfundarnir telja lesendurna vita, hvað átt er við með þeim hugtökum. Og er þá vert að minnast þess, að »demónarnir« eru á stöku stað nefndir »andar« (pnevmata), en þó oftar »óhreinir andar«. Það eru því sams konar verur og andar þeir, er I. Korintubréfið talar svo mikið um (sjá 12. og 14. kap.); sá að eins munurinn, að þessir eru óhreinir, þ. e. í siðferðilegum skilningi eru þeir »impurae mentis et vitae« (eins og Orðabók Grimms yfir Nýja testamentið orðar það). Hér vil eg ennfremur láta þess getið, að prófessor Gustav Hölscher í Marburg tekur það fram í hinni nýju bók sinni »Geschichte der israelitischen und júdischen Religion« (Gies- sen 1922), að meðal Gyðinga hafi menn frá elstu tímum litið svo á, að fyrst og fremst heyrði til »demónanna«: »andar ný- dáinna manna, sem finna eigi hvíld í gröfinni, er birtast sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.