Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 8
264 V1LH]ÁLMUR MORRIS eimreiðin
Danmörku á fyrri öld: Grundtvig, Steffens og Georg Brandes.
Þá var og Carlyle, hinn skoski snillingur, í broddi lífsins.
Þessir tveir menn höfðu geysi-mikil áhrif á unga menn á
Englandi, einkum við hina frjálsari skóla. Er það margra
manna mál, að þeir tveir menn hafi mjög stutt að því, að
hið mikla breska ríki eignaðist slfkan sæg af fyrirmyndar-
mönnum um miðjan og síðari hluta aldarinnar. Þar var Morris
framarlega í fiokki. Snemma gekk hann í fóstbræðralag við
ýmsa unga stúdenta, er síðar urðu nafntogaðir, þ. á. m. nokkra
hinna svo nefndu Pre-Rafaelíta. Má fyrstan nefna aldaviir
Morrisar til dauðadags, málarann fræga Burne Jones. Þeir
voru jafnaldrar. Það var Burne Jones, sem opnaði augu M.
fyrir náttúrufegurð Englands og þess miklu auðlegð af hag-
leiks og snildar prýði í byggingum, húsbúnaði og allskonar
listaverkum frá gullöld Englendinga, sem kend er við Elísa-
betu drotningu. Og allir hinir nýju listavinir fyltust meiri og
meiri gremju yfir afturför alls hagleiks og iðnaðar, sem hinn
stjórnlausi fabriku-iðnaður olli. Gerðist nú Morris hinn dygg-
asti fylgismaður ekki einungis allra umbótar- og frelsismanna
í landinu, heldur sérstaklega hinna nýju listamanna, Pre-Ra-
faeh'tanna. Þó kom jafnframt sú listastefna fram hjá Morris,.
sem niiklu minna bar á hjá hinum, er var dýpri og þjóðlega
langsýnni aftur á bóginn til miðalda. Enginn hafði jafn glögt
auga fyrir né hafði slíkar mætur sem M. á elstu listamenjum
landsins frá 11., 12. og 13. öld, svo sem kirkjum, klaustrum,
höllum, tréskurði og steinsmíði og — ekki síst — munkaletri
og meistaradráttum á bókfelli. Alt þesskonar var yndi hans til
banadægurs, nálega framar en alt annað — nema skáldskapur.
Báðir þeir Burne ]ones og M. skyldu verða prestar, en
brátt skyldist þeim, að þá ættu þeir helst að verða kathólskir
og jafnvel stofna ný munklífi! En menn á tvítugsaldrinum eru
skjótir að skifta skoðunum, enda voru báðir fæddir listamenn,
annar efni í heimsfrægan málara, en Morris dverghagur á alt
er hann tók hendi til, og miklu stórfeldari hugsjónamaður en
hinn. Asettu því báðir sér að verða fyrirmyndar menn fyrir
land og lýð, en ákveða ekkert tiltekið svið að svo komnu.
Burne ]ones segir svo frá Morris, þá er þeir fyrst kyntust:
*Hann var þá heldur lítill vexti og grannlegur, dökkjarpur