Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 57
iSIMREIÐIN
RABINDRANATH TAGORE
313
Qift and Crossing«, »The Gardener* og »Fruit Gathering«,
leikrit, svo sem »The Hing of the dark Chamber«, »The Post-
office« og »Chitra«, langa rómana, svo sem »The Wreck« og
»The Home and the World«, smásögur, svo sem »Hungry
Stones« og »Mashi«, heimspekilegar ritgerðir um þjóðfélags-
fræði (sjá Nationalism), um trúarbragða-heimspeki (sjá Sad-
hana), bók um þróun persónuleikans (sjá Personality), og er
sú bók fyrirlestrar, sem hann flutti í Ameríku 1917, o. s. frv..
Eitt uppáhalds-viðfangsefni Tagores er baráttan milli hins
óbrotna og einfalda í mannlífinu og hins margbrotna og
menningarsýkta lífs. Þessi barátta er t. d. viðfangsefni hans í
rómaninum »The Wreck«, þar sem hið óbrotna sigrar. 1 smá-
sögu þeirri, sem hér fer á eftir, gætir og hinnar sömu baráttu.
Eins og gefur að skilja, hefir Tagore margt að athuga við
ihina vestrænu menningu, sem hann hefir kynst við dvöl sína
á Englandi og ferðum sínum um Evrópu og Ameríku. Ev-
rópumenningin er ærið rotin í hans augum. Hann varar við
vestræna dansinum um gullkálfinn og kapphlaupinu um gæði
jþessa heims.
Sönn þekking, segir Tagore, er ekki fólgin í því að undir-
oka náttúruöflin og hrifsa gæðin úr skauti náttúrunnar með
valdi, heldur er hún fólgin í því að geta snúið aftur til nátt-
úrunnar, fundið sál hennar og lifað lífi hennar. »Sá einn lifir
lífi sínu í sannleika, sem lifir lífi alls heimsins«, er setning,
sem oft kemur fyrir hjá Tagore. 011 fyrirbrigði náttúrunnar
eru að eins greinar á hinum mikla meiði lífsins, sem er einn
og eilífur. Þessi eining er þungamiðjan í lífsskoðun Tagores,
og þegar vér erum komin upp á þann sjónarhól, að vér get-
um greint hið eilífa takmark í öllum hinum margbreytilegu
fyrirbrigðum lífsins og sögunnar, þá höfum vér um leið skilið
hlutverk vort og getum farið að starfa að því fyrir alvöru,
enda eykst þá að sama skapi samræmið í öllu lífi voru. Allir
harmleikir sögunnar stafa af því, að einhver einn hefir tekið
sig út úr heildinni og reynt að fara sínu fram, þvert ofan í
lögmál einingarinnar. En enginn er svo máttugur konungur,
að hann geti gert uppreisn móti hinum eilífa mætti einingar-
innar og haldið mætti sínum eigi að síður. Margir hafa reynt
það, en öllum mistekist. Neró og Napóleon ætluðu sjálfir að