Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 64
320
SIGURINN
EIMREIÐII^
að klappa skáldinu lof í lófa. En þegar áheyrendurnir höfðu
náð sér, stóð Pundarik á fætur frammi fyrir hásætinu og
skoraði á keppinaut sinn að útskýra hver elskhuginn og unn-
ustan í kvæðinu væru. Hann leit í kring um sig hrokafullur
á svip, brosti til félaga sinna og spurði aftur: »Hver er
Krishna, unnustinn, og hver er Radha, unnustan?*
Því næst tók hann að skýrgreina uppruna þessara orða og
kom með allskonar útskýringar á því, hvað þau þýddu. Hann
rakti fyrir undrandi áheyrendunum allar lærdómsflækjur hinna
ýmsu háspekiskóla með einstakri nákvæmni. Hann tók hvern
staf útaf fyrir sig í nöfnum þessum, og með miskunarlausri
rökfimi tætti hann sundur merkingu þeirra svo þar stóð ekki
steinn yfir steini, en kom svo fram með nýjar skýringar, sem
jafnvel snjöllustu málvitringa hafði aldrei órað fyrir.
Lærifeðurnir réðu sér ekki fyrir fögnuði. Þeir æptu af að-
dáun svo undir tók í salnum. Og fólkið tók undir með þeim.
Því svó lét það blekkjast, að nú var það sannfært um, að
þessi afburða vitringur hefði svift skýlunni af sannleikanum
fyrir fult og alt. Það varð svo hrifið af íþróttar-afreki þessa að-
komusnillings, að það gleymdi alveg að spyrja sjálft sig, hvort'
nokkur sannleikur hefði verið bak við skýluna eftir alt saman.
Konungurinn varð sem steini lostinn af undrun. Umhverfið
var alt í einu orðið hreinsað af öllum tónlistarhugarburði og
útlit umheimsins breyttist úr hressandi gróanda vorsins í stein-
lagðan þjóðveg, harðan og sléttan.
Fólkinu fanst skáldið sitt vera barn í samanburði við þenna
risa, sem barði niður erfiðleikana við hvert fótmál í heimi
hugsana og orða. Aheyrendunum varð nú í fyrsta skifti á
æfinni ljóst, að kvæði Shekars voru óskaplega einfeldnisleg..
Það hlaut að vera hrein tilviljun, að þeir skyldu ekki hafa
skrifað þau sjálfir. Það var hvorki neitt nýtt, þungskilið, fræð-
andi eða þarflegt í þeim.
Konungurinn leit hvatningaraugum til Shekars og gerði
honum skiljanlegt með bendingum, að hann skyldi reyna að
gera lokatilraun. En Shekar skeytti því engu og sat sem
fastast.
í bræði sinni steig konungurinn niður úr hásætinu, tók
perlufestina af sér og setti um hálsinn á Pundarek. Allir