Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 50
306
EITT VANDAM. N. T. SKVR.
EIMREIÐIN
stöðukonan heyrði lýsing hennar á kerlingunni, hrópaði hún
upp yfir sig:
»Guð minn góður, þér lýsið andliti og vaxtarlagi konu, sem
var móðursystir þessa ógæfusama barns, og lifði glæpsamlegu
og óguðlegu líferni. Aðalmarkmið hennar var að ginna ungar
stúlkur inn í pútnahús, sem hún var eigandi að, og þar dó
hún í ölæðis-kasti, að eins viku áður en fyrsta kastið kom að
þessu vesalings barni. Getur verið nokkurt samband milli
þessa niðurlægingarástands barnsins og hinna andlegu áhrifa
frá þessum illræmda ættingja þess?«
Auðvitað varð frú Britten þeirrar skoðunar, er hún hafði
fengið þessar upplýsingar, og réð hún forstöðukonunni að
reyna »magnetiskar« lækningatilraunir við litlu stúlkuna.
Þessu líkar eru ýmsar sögur, er dr. Crowell tilfærir í sinni
merkilegu bók. Og stundum finst mér næstum grátlegt til
þess að hugsa, er eg les sumt í þeirri bók, að slík þekking
skuli hafa verið fengin 1874, og vér vitum ekkert um þetta
enn. Stöku Iæknar og fræðimenn hafa kynt sér þessa hluti
með samviskusamri rannsókn, en guðfræðingarnir elta enn
efnishyggju-spekingana.
Þriðja dæmið tek eg eftir frásögn eins af ensku dagblöð-
unum (»Reynold’s News«). Lækningin, sem þar er um að
ræða, vakti mikla athygli á Englandi í vetur og fjöldi blaða
flutti sérstakar greinar um hana. Meginatriðin í frásögn blaðs-
ins eru þessi:
Mr. ]ames Peterbridge, kunnur tannlæknir í Paignton í
Devonshire á Englandi, og kona hans eiga dóttur að nafni
Leonie. Hún er nú 23 ára að aldri og hefir verið geðveik
sjö ár og talin ólæknandi. Blaðið sendi mann gagngert til
viðtals við þau hjónin, og frúin gaf skýrsluna um lækninguna.
Leonie veiktist 15 ára gömul, þegar verið var að búa hana
undir fermingu. Hún reyndi að svelta sig til bana, og það
varð að setja fæðu ofan í hana með valdi. Líkaminn náði
sér aftur, en sinnið ekki. Eftir nokkura mánuði versnaði henni
og um fimm ár var hún í geðveikrahælunum í Exeter og Ex-
mouth. »En þá fekk eg áhugá á spíritismanum«, mælti frú
Peterbridge, »og tók að brjóta heilann um það, hvort dóttir
mín myndi ekki vera dulnæmur miðill — hvort hér myndi