Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 51
EIMREIÐIN
EITT VANDAM. N. T. SKÝR.
307
ekki vera um hald að ræða. Eg fór með hana til spíritista í
Exmouth, sem voru vinir mínir, og um nokkurt skeið virtist
hún vera betri. En þeir gátu ekki varnað öndunum að kom-
ast að henni og það varð að fara með hana í hæli eitt í
Salisbury*. Þá kom það fyrir, að alkunnur miðill á Englandi,
Mr. R. ]. Lees í Ilfracombe, sem er bæði rithöfundur og
prédikari, frétti um stúlkuna og bauð hjálp sína. Var nú
Leonie flutt frá Salisbury í hús forseta spíritistafélagsins í
Paignton (Mr. Rabbitch). Þegar hún kom þangað, var hún
með öllu mállaus. Mr. Lees barðist við hana meira en tvær
klukkustundir samfleytt; þá lýsti hann yfir því, að þetta væri
sitt ofurefli og að hann yrði að fá hjálp anda af hærri svið-
unum. Þá kom mjög hár andi«. — Svo er þetta orðað í frá-
sögunni. — »Er tvær stundir voru liðnar, leið yfir Mr. Lees;
en rétt á eftir kom fyrsta brosið á andlit stúlkunnar og eftir
stutta stund hneig hún í væran svefn. Þegar hún vaknaði
fáum klukkustundum síðar, var hún komin í eðlilegt ástand.
En svo skýrði Mr. Lees síðar frá, að þetta væri harðasta
viðureignin, sem hann hefði nokkurn tíma komist í. Næsta
morgun byrjaði Leonie að fást við útsaum, og var það fyrsta
sinn nú um 8 ára skeið. »Það var dúkur, sem hún ætlaði að
gefa mér í afmælisgjöf, þegar hún misti vitið«, sagði móðir
hennar; »saumakarfan var sett fyrir framan hana, og hún tók
hana upp og byrjaði að vinna, eins og enginn tími hefði liðið
í milli. Hún er nú eins og vanaleg 14 ára stúlka. Það er eins
<og 7 ára eyða hafi verið í lífi hennar«.
Tannlæknirinn, sem er í ensku biskupakirkjunni, var við-
■staddur, er kona hans gaf blaðamanninum skýrslu þessa, og
staðfesti frásögn hennar um hina undursamlegu lækningu á
•dóttur þeirra.
Þess er getið í öðru ensku blaði, að þetta sé 74. sjúkling-
■urinn, er miðill þessi hafi læknað af geðveiki. Hann er nú
kominn yfir sjötugt. Þess má Iíka geta, að nú er það kunnugt
orðið, að átta sinnum lét Victoría drotning þennan miðil halda
sambandsfund fyrir sig. Hann hefir lagt fram eiginhandarbréf
frá drotningunni þessu til staðfestingar. Tvö rit hans um lífið
í öðrum heimi eru mjög kunn og víðlesin á Englandi. Mundi
■ekki traust manna á kirkjunni aukast og vegur hennar vaxa,