Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 70
326
FRÁ KÍNA
EIMREIÐIN
og síðan 1909 hefir það verið sérstök grein kristindóms-
starfsins í Kína. Ferðast nú sumstaðar kristniboðar á stærri
bátum upp og niður fljótin og halda samkomur og stofna þá
jafnframt söfnuði og skóla á fjölförnustu stöðunum.
I Canton á kristniboðið 5 stóra báta. Á einum þeirra er
»kirkja«; þar eru samkomur haldnar flesta daga ársins. Söfn-
uður hefir myndast, eru meðlimir 61 að tölu, en nokkuð
dreifðir. Á öðrum bát er sjúkrahús og á tveimur barnaskólar.
Kristilegt félag ungra manna (K. F. U. M.) í Honkong gerir
út allstóran bát, »kirkjubát«.
Hestarnir kínversku eru á stærð við vora hesta. Þá nota
menn bæði til keyrslu, áburðar og reiðar. Rekist hefi eg hér
á rennivakra, ágætis reiðhesta, eftir íslenskum mælikvarða, en
flestir eru þeir illa tamdar, útslitnar drógar. Bestu hestarnir
eru í hernum. Annars eiga bara einstöku menn hest og leigja
hann öðrum sér til viðurværis. En sá er siður í þessu landi,
að eigandinn yfirgefur aldrei hestinn sinn; þó þú leigir hann
og ríðir til Tíbet, fylgir eigandinn þér eins og trúfastur hund-
ur. Vertu ekki hræddur um að hann sprengi sig á hlaupum,
því hestinum hefir hann kent að fara ekki hraðara en hann
með hægu móti kemst sjálfur. — »Man — man dí dstó«, er
kveðja Kínverja (»Hægan, hægan far«).
Asna og múlasna, naut og kýr, nota Kínverjar mest til
dráttar. Minst hefi eg ofurlítið á vagnana áður. Ef þeir væru
þolanlega góðir, fengist enginn um þótt nautin séu hægfara og
stirð; en það tvent virðist Kínverjum jafnóhugsanlegt, að breyta
gömlu vögnunum og eðli uxanna.
Hjólbörurnar hefi eg getið um. Hvert á land sem farið er
heyrist ískrið í þeim langar leiðir. Líklegt þykir mér,
að hjólbörur séu álíka margar í Kína og íbúar eru; enn þá
hefi eg aldrei mætt hjólbörum, sem ekki ýli af áburðarleysi,
svo ætla mætti, að í þeim kvikni af svo áköfum núningi. Oft
eru konur keyrðar í hjólbörum og börn; annars eru hjólbörur
mest notaðar til vöruflutninga, stundum margar dagleiðir. —
»Richsha« eru mjög þægilegir handvagnar, og mikið notaðir
í borgunum, en að eins til fólksflutninga.
I burðarstólum getur maður ferðast landsendanna á milli.
En það er nokkuð kostnaðarsamt, því í langferðum eru burð-