Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Side 70

Eimreiðin - 01.10.1923, Side 70
326 FRÁ KÍNA EIMREIÐIN og síðan 1909 hefir það verið sérstök grein kristindóms- starfsins í Kína. Ferðast nú sumstaðar kristniboðar á stærri bátum upp og niður fljótin og halda samkomur og stofna þá jafnframt söfnuði og skóla á fjölförnustu stöðunum. I Canton á kristniboðið 5 stóra báta. Á einum þeirra er »kirkja«; þar eru samkomur haldnar flesta daga ársins. Söfn- uður hefir myndast, eru meðlimir 61 að tölu, en nokkuð dreifðir. Á öðrum bát er sjúkrahús og á tveimur barnaskólar. Kristilegt félag ungra manna (K. F. U. M.) í Honkong gerir út allstóran bát, »kirkjubát«. Hestarnir kínversku eru á stærð við vora hesta. Þá nota menn bæði til keyrslu, áburðar og reiðar. Rekist hefi eg hér á rennivakra, ágætis reiðhesta, eftir íslenskum mælikvarða, en flestir eru þeir illa tamdar, útslitnar drógar. Bestu hestarnir eru í hernum. Annars eiga bara einstöku menn hest og leigja hann öðrum sér til viðurværis. En sá er siður í þessu landi, að eigandinn yfirgefur aldrei hestinn sinn; þó þú leigir hann og ríðir til Tíbet, fylgir eigandinn þér eins og trúfastur hund- ur. Vertu ekki hræddur um að hann sprengi sig á hlaupum, því hestinum hefir hann kent að fara ekki hraðara en hann með hægu móti kemst sjálfur. — »Man — man dí dstó«, er kveðja Kínverja (»Hægan, hægan far«). Asna og múlasna, naut og kýr, nota Kínverjar mest til dráttar. Minst hefi eg ofurlítið á vagnana áður. Ef þeir væru þolanlega góðir, fengist enginn um þótt nautin séu hægfara og stirð; en það tvent virðist Kínverjum jafnóhugsanlegt, að breyta gömlu vögnunum og eðli uxanna. Hjólbörurnar hefi eg getið um. Hvert á land sem farið er heyrist ískrið í þeim langar leiðir. Líklegt þykir mér, að hjólbörur séu álíka margar í Kína og íbúar eru; enn þá hefi eg aldrei mætt hjólbörum, sem ekki ýli af áburðarleysi, svo ætla mætti, að í þeim kvikni af svo áköfum núningi. Oft eru konur keyrðar í hjólbörum og börn; annars eru hjólbörur mest notaðar til vöruflutninga, stundum margar dagleiðir. — »Richsha« eru mjög þægilegir handvagnar, og mikið notaðir í borgunum, en að eins til fólksflutninga. I burðarstólum getur maður ferðast landsendanna á milli. En það er nokkuð kostnaðarsamt, því í langferðum eru burð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.