Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 76
332
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN'
knúði fram greinar annara manna og vakti yfir öllu efni blaðs-
ins, svo að sagt var, að hann hafi ekki að jafnaði gengið til
svefns fyr en um dagrenning á morgnana. Aðrir ritstjórar
skrifa hinsvegar miklu meira sjálfir, einkum við hin smærri
blöðin. Við stórblöðin er starfsmannafjöldinn miklu meiri og
fleiri sérfræðingar, og kemur hlutfallslega minna til kasta
hvers einstaks, þeirra sem á annað borð fást við ritstörf við
blöðin, því margvísleg önnur verk þarf þar að vinna, bæði
með mannafli og vélaafli. Blaðamenska er hinsvegar talin
mjög lýjandi starf og margbrotið, þegar mikið er unnið og
til lengdar. Þó kemur það ekki allsjaldan fyrir, að notað er
sú aðferð, sem kölluð er »the squeezed orange« og talin upp-
runnin frá Villemessant við Le Figaro, og er í því fólgin, að
bjóða pennafærum, duglegum, ungum mönnum, mjög há laun,
láta þá vinna fram af sér á skömmum tíma og segja þeim
svo upp. -• Margt fleira mætti að sjálfsögðu nefna, en þetta
verður að nægja til þess að gefa mönnum nokkra almenna
hugmynd um áhrif, stefnur og starfsaðferðir blaðamenskunnar.
En þrátt fyrir það, sem nú hefir verið sagt um uppruna
og sögu blaðamenskunnar í nútímaskilningi orðsins, á hún sér
þó lengri sögulegan aðdraganda. Og andleg starfsemi, sem f
eðli sínu er náskyld blaðamenskunni, er miklu eldri en út-
koma eiginlegra blaða, eða uppfynding prentlistarinnar. Binney
Dibblee, M. A., höfundur ritsins »The Newspaper«, segir t. d.,.
að þessa eðlis kenni í elsta ritinu, sem til sé í heiminum, nærri
fjögur þúsund ára gömlu handriti. Og það er sama eðlið, sem
kemur fram í orðum Cæsars: »Veni, vidi, vici«, og alt rit hans
»De bello gallico«, segir Dibblee, að hafi í rauninni ekki verið
annað en aðdáanlegt fréttarit, um ófrið og ýms önnur efni, til
þess að halda nafni Cæsars á lofti meðal Rómverja og sýna
þeim muninn á fórnfúsu starfi sjálfs hans fyrir farsæld fóstur-
landsins og siðspiltu óhófi senatoraflokksins heima fyrir. En
hvað um það, þá er það fyrst á dögum Cæsars, að hefst vísir
þess, sem nú mundi kaliað blað, þar sem var »Acta Diurna*
eða »Acta populi«, og seinna »Ada senatus«, með einskonar
þingfréttum. Það var þó ekki fyr en á miðöldunum, 15. og
16. öld, að skriður fór að færast á þessa hreyfingu hér í Ev-
rópu. En í Kína hafði eitthvað svipað átt sér stað aftur í