Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 126
382
RITSJÁ
EIMREIÐIM
Sigurðsson er og allvel gerður. Þó virðist eðlilegra, að höf. hefði látið
hann vera ódrukkinn í öðrum þætti, er hann fremur hermdarverk sín. En
svo virðist sem höf. ætlist til, að vínið sé honum þar afsökun. En þá
hefði líka iðrunin átt að koma miklu- fyr en raun varð á, strax að
morgni með timburmönnunum. En svo er ekki. Og sýnilega er það ætlun
höf. að gera Olaf að sönnum fanti. En sönnustu fantarnir eru þeir, sem
fremja glæpi sína allsgáðir og að yfirlögðu ráði. Ein persóna er í leikn-
um, sem er algerlega óþörf: Hinn líkþrái. Hann kemur fram í þriðja
þætti, og hlutverk hans er ekkert, því hann hefir engin áhrif á viðburða-
rásina í Ieiknum. Hann minnir á Arngrím holdsveika í Fjalla-Eyvindi ]ó-
hanns Sigurjónssonar, þótt ekki þurfi þar að vera um sjálfráða stælingu að
ræða. Höf. kallar leikinn sorgarleik og vissulega er hann það. Tvær aðal-
persónurnar, elskendurnir Þórólfur og Regína, fyrirfara sér í leikslok.
Það er margendurtekin endalykt í sorgarleikjum liðinna alda. Sjálfur
Shakespeare hafði dálæti á slíkum endalokum í Ieikjum sínum. En betur
hefði mér fundist höf. leysa hér hlutverk sitt, hefði hann getað komist
hjá þessum dauðdaga elskendanna. Þá hefði leikur hans orðið sannari
útlistun á lífinu. En það er fyrsta hlutverk allrar sannrar leikritagerðar
og Ieiklistar, að túlka lífið i þess mörgu myndum. En þó að eg hafi
minst hér á nokkur atriði, sem eg tel lýti á leik þessum, þá blandast
mér ekki hugur um, að höf. er efni í ágætt leikritaskáld, ef hann vandar
sig. Hann hefir þegar sýnt það með þessari frumsmíð sinni. Víða eru
samtölin þrungin af skáldskap, og málið á bókinni er blátt áfram og
laust við óeðlilegar eða afkáralegar setningar. Sv. S.
Sig. Kristófer Pétursson: ANDLEGT LÍF. Reykjavík 1923 (ísafoldar-
prentsmiðja).
Kver þetta er safn greina, sem birtust í Morgunblaðinu og Lögréttu í
sumar sem leið. Það er prýðilega ritað eins og flest það, er frá penna
höfundarins kemur og fjallar um ýmsar þær andlegar hreyfingar, sem nú
eru uppi með þjóðinni og afstöðu þeirra til kirkjunnar. Er fyrst ádeila
á kirkjuna alment fyrir þröngsýni hennar og íhald á ýmsum tímum, og á
kirkjan þar ekki upp á háborðið hjá höfundinum. Síðan snýr höf. sér
sérstaklega að íslensku kirkjunni og stefnum þeim, sem þar ráða nú.
Höfundurinn er hræddur um, að íslenska kirkjan fari í mola, ef hún
beitir sér ekki tafarlaust fyrir samvinnu við þær andlegu stefnur, aðal-
lega guðspeki og spiritisma, sem á síðustu árum hafa fengið svo mikið
fylgi hér á landi.