Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 126

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 126
382 RITSJÁ EIMREIÐIM Sigurðsson er og allvel gerður. Þó virðist eðlilegra, að höf. hefði látið hann vera ódrukkinn í öðrum þætti, er hann fremur hermdarverk sín. En svo virðist sem höf. ætlist til, að vínið sé honum þar afsökun. En þá hefði líka iðrunin átt að koma miklu- fyr en raun varð á, strax að morgni með timburmönnunum. En svo er ekki. Og sýnilega er það ætlun höf. að gera Olaf að sönnum fanti. En sönnustu fantarnir eru þeir, sem fremja glæpi sína allsgáðir og að yfirlögðu ráði. Ein persóna er í leikn- um, sem er algerlega óþörf: Hinn líkþrái. Hann kemur fram í þriðja þætti, og hlutverk hans er ekkert, því hann hefir engin áhrif á viðburða- rásina í Ieiknum. Hann minnir á Arngrím holdsveika í Fjalla-Eyvindi ]ó- hanns Sigurjónssonar, þótt ekki þurfi þar að vera um sjálfráða stælingu að ræða. Höf. kallar leikinn sorgarleik og vissulega er hann það. Tvær aðal- persónurnar, elskendurnir Þórólfur og Regína, fyrirfara sér í leikslok. Það er margendurtekin endalykt í sorgarleikjum liðinna alda. Sjálfur Shakespeare hafði dálæti á slíkum endalokum í Ieikjum sínum. En betur hefði mér fundist höf. leysa hér hlutverk sitt, hefði hann getað komist hjá þessum dauðdaga elskendanna. Þá hefði leikur hans orðið sannari útlistun á lífinu. En það er fyrsta hlutverk allrar sannrar leikritagerðar og Ieiklistar, að túlka lífið i þess mörgu myndum. En þó að eg hafi minst hér á nokkur atriði, sem eg tel lýti á leik þessum, þá blandast mér ekki hugur um, að höf. er efni í ágætt leikritaskáld, ef hann vandar sig. Hann hefir þegar sýnt það með þessari frumsmíð sinni. Víða eru samtölin þrungin af skáldskap, og málið á bókinni er blátt áfram og laust við óeðlilegar eða afkáralegar setningar. Sv. S. Sig. Kristófer Pétursson: ANDLEGT LÍF. Reykjavík 1923 (ísafoldar- prentsmiðja). Kver þetta er safn greina, sem birtust í Morgunblaðinu og Lögréttu í sumar sem leið. Það er prýðilega ritað eins og flest það, er frá penna höfundarins kemur og fjallar um ýmsar þær andlegar hreyfingar, sem nú eru uppi með þjóðinni og afstöðu þeirra til kirkjunnar. Er fyrst ádeila á kirkjuna alment fyrir þröngsýni hennar og íhald á ýmsum tímum, og á kirkjan þar ekki upp á háborðið hjá höfundinum. Síðan snýr höf. sér sérstaklega að íslensku kirkjunni og stefnum þeim, sem þar ráða nú. Höfundurinn er hræddur um, að íslenska kirkjan fari í mola, ef hún beitir sér ekki tafarlaust fyrir samvinnu við þær andlegu stefnur, aðal- lega guðspeki og spiritisma, sem á síðustu árum hafa fengið svo mikið fylgi hér á landi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.