Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 12
268
VILHJALMUR MORRIS
eimreiðin
ingar var um að velja á Englandi: Burne ]ones, Alma Ta-
dema, Danle Rossetti, G. F. Watts, HolmaV^Hunt, Millafs og
marga fleiri má telja, en þó þykir sem hinir fjórir fyrst nefndu
hafi borið ægishjálm yfir öllum öðrum. Þá voru og uppi á
Englandi fjöldi annara afreksmanna, svo sem skáldin Tenny-
son og Brovvning, Thackeray og Dickens, o. fl., rithöfundar
og spekingar eins og ]ón Ruskin og Carlyle, snillingurinn
Mac^aulay, sagnaritarinn Hallam, Stuart Mill, Huxley, Spencer
og Darvvin. Og þótt sú öld standi heldur nærri oss til þess
að meta hana rétt, mun óhætt að ætla, að hún ávinni sér
nafnið: »Hin síðari gullöld á Englandi*.
Tæplega hálfþrítugur var Morris og helstu félagar hans ai-
fluttir til Lundúna og áttu .allir sem mest að starfa. Komu nokkru
áður út á prent (í tímaritinu, sem fyr er um getið) fyrstu
kveðlingar hans, en nú kom út gullfallegt ljóðasafn eftir Ross-
etti, og »Ritgerðir um listirnar« eftir Burne Jones. Og nú gaf
M., 25 ára gamall, út kvæði sitt »Defence of Guenevere*.
En lítinn gaum gaf þjóðin að öllu þessu, er þó voru ágætis-
rit. Alþýða í stóru landi þarf góðan tíma til að geta áttað sig
á hverju nýmæli, því heldur svo þegar þjóðin er í uppnámi
af nýju fjöri og framkvæmdarsemi. 20—30 árum seinna voru
nefnd rit öll orðin fræg og fullkunn. Um kvæði Morrisar segir
einn listafræðingurinn:
»Ekki voru ljóðmæli þessi draumóra skáldskapur, heldur
full af kjarki og karlmannshug og »farfinn« á þeim ferskur
og skær sem á reflum riddaraborganna. En þess galt skáldið,
að fáir skildu þá stíl hans«.
Skáldið Swineburne þykir best hafa skilið og dæmt um
hin fyrstu rit M. Hann segir: »M. er engum líkur — nema
sjálfum sér. Hann heldur í engan, stelur frá engum, stælir
engan. Hann hefir lítið af samanhengi og niðurskipan, lítið af
list og takti. En hvar er dæmi til hvassari skilnings á hinu
sorgþunga, göfga, stóra og ægilega?«
Ekki tók M.. sér þetta nærri, enda átti hann fleira um að
hugsa og sýsla. Tók hann nú að starfa að listaiðnaðinum með
mikilli ákefð, dugnaði og kostnaði; er þar frá mörgu og miklu
að segja, en mestu af því verður hér að sleppa. Afrækti M-
marga siðfágan um þær mundir, enda oftlega síðan, hataði