Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN
EITT VANDAM. N. T. SKÝR.
305
knúð til að gera það«. Forstöðukonunni brá mjög, og henni
virtist verða svo mikið um þetta, að eg iðraðist mjög eftir að
hafa talað svo óvarlega, og eg tók að færa fram afsökun, en
þá tók hún fram í fyrir mér og mælti: »Það er alveg satt,
sem þér segið, og kvalakend undrun grípur mig út af því,
hve réttmætt það er«.
Forstöðukonan lét því næst stúlkubarnið fara burt, en skýrði
frú Britten frá því, að þetta fríða, greinda og fjörmikla barn,
sem stundum gæti verið svo ástúðlegt, hefði gert sig sekt í
óskiljanlegum gáska og grimdarverkum og skaðsemdarathæfi,
en einkennilegust væri þó ást hennar á saur. Henni væri
unun í því að ata hendur, andlit, föt sín og jafnvel allan lík-
ama sinn í hvers konar saur og óþverra. Hún jafnaðist á við
svínin í því að velta sér í forinni. Hún klíndi föt, rúm og
fæðu sjálfrar sín og félaga sinna út í óhreinindum. Og stund-
um ragnaði hún og bölvaði, já klæmdist. Og hið furðulega
var, að hún virtist ekki hafa neina meðvitund um hið hrylli-
lega athæfi, því að þegar menn stóðu á hleri og hlustuðu á
hana og fóru því næst og fundu að þessu við hana, þá neit-
aði hún því með ákafa, að hún hefði talað þau orð, sem
borin voru upp á hana, og hágrátandi lýsti hún yfir því, að
hún vissi ekki einu sinni, hvað þau þýddu.
Frú Britten spurði forstöðukonuna, hve langt væri síðan
farið hefði að bera á þessum tilhneigingum hjá henni. For-
stöðukonan svaraði, að til fimm ára aldurs hefði hún verið
gott barn, óflekkað og ástúðlegt. En þá hefði hún skyndilega
gerbreyst, og þessar ógeðslegu tilhneigingar síðan borið alt
annað ofurliði í fari hennar. Tvö ár höfðu foreldrar hennar
barist við að laga hana, en þeim ekkert áunnist. Neyddust
þau til að koma henni í þennan betrunarskóla; kusu það
heldur en að senda hana í geðveikrahæli.
Nú spurði forstöðukonan frúna, hvort þessa hæfileika, sem
hefðu gert henni fært að lýsa tilhneigingum þessa ólánssama
barns, mætti ekki líka nota til að lækna hana. En frú Britten
svaraði ekki beint, heldur hélt áfram að lýsa svipsýninni, og
nú fór að vefjast fyrir henni, hvort þetta mundi vera sérstök
vera eða hvort það væri hugsanlegt, að það væri hugsana-
gerfi, sem rangsnúið eðli barnsins framleiddi. En þegar for-
20