Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 71
EIMRpIÐIN
FRÁ KÍNA
327
armenn fjórir; ef þeim svo er töm ópíumnautn verða dag-
leiðirnar alt of stuttar. A ákveðnum tíma verður ópíum-
nautnarmaðurinn að fá sinn skamt; hann ræður sér ekki;
hann verður að taka eitrið, þegar stundin (er hann er vanur
að neyta þess) kemur, hvernig sem stendur á, og þó hann
ætti á hættu að verða hengdur fyrir bragðið.
Liggi leið þín upp til sveita og inn til fjalla, svo þú hvorki
getir notið góðs af járnbrautum né fljótabátum, og ef akbrautir
eru engar, er best að þú leigir hest, en farangurinn verður
þú að senda með burðarmönnunum. A þeim er enginn skortur
í Kína; tugir þúsunda hafa það að atvinnu. Og á vorum eld-
gamla hnetti hafa naumast nokkurn tíma fundist þrautseigari
menn en þessir kínversku burðarmenn. Sumir þeirra ganga
hratt liðlangan daginn, með 150 »gin«’) á burðarstangar-
endunum.
Hér á slóðum hefir flugvélaþytur aldrei heyrst, ekki heldur
íárnbrautaskrölt né bifreiða; í Laohokow hafa menn naumast
séð reiðhjól. — En 16 úlfalda lest mætti eg nýlega rétt fyrir
utan borgarmúrinn. Og daginn eftir, á leið til Honan, mættum
við 23 vögnum hlöðnum, í einni lest; var tveimur feiknastór-
um uxum beitt fyrir hvern vagn. Mest dáðist eg þó að þeirri
þolinmæði, sem virtist hvíla yfir þessum langferðamönnum. Út
úr ánægjusvip andlitanna fanst mér auðlesið: »Við komumst
ferða okkar. Ekkert liggur á. Allar góðar vættir gefi, að járn-
brautirnar komi aldrei hingað og eyðileggi landið og atvinnu-
vegina«. Eg hneigði mig lotningarfullur og kvaddi: »Man —■
man dí dstó!«
Beiningamenn. Þegar Norðurálfumaður kemur til Kína í
fyrsta skifti, finst honum flest harla nýstárlegt, sem fyrir aug-
un ber. Eitt af því, sem fyrst vekur eftirtekt hans, er bein-
ingafólkið, því á það rekur hann sig alstaðar, á strandferða-
skipunum, á járnbrautunum, á fljótunum, í þorpum og borg-
um, í krókum og kimum, inn á milli fjalla og fram til sævar.
Jafnvel þegar við komum til stórborgarinnar Shanghai, sem
nú er orðin einn helsti menningarstaðar landsins, voru bátar
1) Kínverskt „gin“, ofurlítið þyngra en ísl. pund.