Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 99
EIMREIÐIN
LJÓÐ EFTIR VMSA
355
og verja Island; þínuni nælurstundum
eg gleymi ei, þótt þrá míns hjarta fenni,
og þurran kulda leggi að brjósti mínu.
(17A 1915). Sv. S.
Skrifað í vísnabók.
Láttu ekki sorgina særa,
því sorgin er náðargjöf, —
hún er ljómandi, seglbúið, svanhvítt fley,
til að sigla á um lífsins höf.
Sv. S.
Stúdentalíf á Garði.
Eftir Hallgrím Hallgrímsson.
Þegar sambandslögin voru gerð 1918, og ísland varð sjálf-
stætt konungsríki, hurfu úr sögunni hin fornu forréttindi ís-
lenskra stúdenta til Garð-styrksins í Höfn. Má segja, að þar
með sé brotið blað í mentunarsögu vorri. Garður hefir haft
afarmikla þýðingu fyrir íslenska menningu í nærri hálfa fjórðu
öld, og er því full ástæða til þess að minnast þessarar stofn-
unar nú, þegar síðasti Islendingurinn flytur út af Garði.
Garður er æfagömul stofnun. Árðið 1569 setti Friðrik kon-
ungur annar á stofn borðstofu, þar sem 100 fátækir stúdentar
gátu fengið mat ókeypis. Þessi stofa var fyrst í Heilagsanda-
klaustri á Amakurtorgi, og þaðan stafa hin kirkjulegu nöfn,
sem enn haldast við á Garði, eins og síðar mun sagt frá.
Hinn 23. desember 1579 gaf Friðrik annar út konungsbréf,
þar sem íslenskum stúdentum eru vegna fátæktar gefin for-
réttindi til þess að njóta góðs af þessari stofnun. Frá því ári
og þangað. til 1918 hafa allir íslenskir stúdentar, sem til
Hafnar hafa siglt, notið þessa styrks, sem í daglegu tali er
nefnt »Kommúnitetið«. Þessi stofnun hefir gert fátækum ís-