Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 48
304
EITT VANDAM. N. T. SKVR.
EIMREIÐIN
sem er mjög þektur rithöfundur og vann mjög að því að
breiða út þekking á andahyggjunni. Hún var sjálf dulskygn.
Eitt sinn kom hún í betrunarskóla (reform school) á Eng-
landi. Forstöðukonan var að vísu ekki sannfærður spíritisti,
en hún vildi þó fúslega ráðfæra sig við frú Britten um hið
undarlega glæpaeðli, sem kom fram hjá sumum börnunum,
sem komið hafði verið í þessa stofnun. Sannfærðist frú Britten
um það af frásögn forstöðukonunnar, að ýms af börnunum
eða unglingunum væru »haldin af óhreinum anda«. — For-
stöðukonan kallaði nú á átta ára gamla telpu, en sagði frú
Britten alls ekkert um ástand hennar. Barnið var svo fagurt,
að frú Britten segir, að fallegra barn hafi aldrei framan í sig
litið, hárið glóbjart, augun fagurblá og andlitslagið óvenju frítt;
og hryllilegt hafi verið til þess að hugsa. að hún skyldi á svo
ungum aldri vera komin í hóp þeirra, sem brennimerktir eru
marki glæps og smánar. En þegar hún gætti betur að, skild-
ist henni bráðlega, hvernig á því stóð að þetta ólánssama
barn var þangað komið. Við hliðina á litlu stúlkunni sá hún
svífa kerlingarnorn, sem svo að segja yfirskygði hana með
eins konar viðbjóðslegri þoku. Hún var andstyggileg í útliti
og svipurinn bar vott um glæpaeðli, munuðlífi og ruddaskap.
»Hún glotti til mín illyrmislega«, segir frúin, »því að hún skildi
þegar, að eg sæi sig, og virtist þrífa utan um glókoll bros-
andi barnsins, eins og rándýr mundi gera, ef ræna ætti það
herfangi sínu«. . . . »Svipurinn virtist lykja fallega barnið inni
í svart-grárri þoku nokkurar sekúndur, flögraði því næst með
titrandi hreyfingu kring um höfuðið á því, og leystist síðan
upp smátt og smátt; en þó að hún hyrfi mjer sjónum, þá var
minningin um þessa viðbjóðslegu vofu rist inn í huga minn
með meira afli en svo, að auðvelt væri að gleyma henni, og
það varð að líða góð stund, áður en eg náði mér svo, að eg
gæti talað og spurt ósjálfrátt: »1 guðs nafni, hvað gengur að
þessu barni og hví er hún hér?« Forstöðukonan sá, að mig
furðaði á að sjá svona einstaklega fallegt og sakleysislegt
barn á slíkum stað og spurði mig, í stað þess að svara mérr
hvaða hugmyndir eg gerði mér um hana. Aftur svaraði eg
ósjálfrátt: »Eg hygg, að illur andi hafi hana á valdi sínu, og
ekkert er svo hryllilegt eða andstyggilegt, að hún sé ekki