Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 62
318
SIGURINN
EIMREIDIN
Pundarik stóð upp, og það varð dauðaþögn í hinum geysi-
stóra sal. Hnarreistur og með þöndu brjósti hóf hann lofsöng
sinn til Narayans konungs, með þrumandi röddu.
Orð hans skullu á salarveggjunum eins og brotsjóir hafsins
og dundu á hlustandi manngrúanum. Með feikna leikni túlk-
aði hann nafn Narayans á óteljandi vegu og óf hvern staf í
mafninu inn í vef hendinganna, í öllum mögulegum samsetn-
ingum, svo áheyrendurnir stóðu á öndinni af undrun.
I nokkrar mínútur eftir að hann hafði sest niður, hélt rödd
hans áfram að titra í loftinu innan um óteljandi súlnagöng
hallarinnar og í hjörtum steini lostins manngrúans. Lærðir
háskólakennarar, sem komið höfðu úr fjarlægum héruðum,
íórnuðu höndum til himins og hrópuðu upp yfir sig af
fögnuði.
Konungurinn leit snöggvast framan í Shekar. Shekar svar-
aði með því að Iíta eitt augnablik óttaslegnum augum upp til
herra síns, stóð síðan á fætur, eins og sært dádýr í varnar-
stöðu. Hann var fölur á svip, feiminn eins og ung stúlka,
grannvaxni, unglegi líkaminn var eins og þaninn fiðlustrengur,
reiðubúinn til að úthella tónunum, við minstu snertingu.
Hann laut höfði og var lágmæltur er hann byrjaði. Fyrstu
erindin heyrðust varla. Svo hóf hann hægt upp höfuðið og
rödd hans, hljómfögur og skær, leitaði upp til himins, eins og
titrandi eldslogi. Hann hóf mál sitt með helgisögninni um
uppruna konungsættarinnar framan úr dimmu fornaldar og
lýsti síðan afrekum hennar, hetjuverkum og óviðjafnanlega
veglyndi, ættlið eftir ættlið, alt til vorra daga. Hann horfði á
konunginn, og öll hin takmarkalausa, dulda ást fólksins á
konungsfjölskyldunni hófst eins og reykelsi með söng hans og
vafðist um hásætið frá öllum hliðum. Þessi voru síðustu orð
hans um leið og hann skjálfandi tók sér sæti: »Herra! Vera
má, að eg verði sigraður í orðasennu, en aldrei í ást minni
á þér«.
Tárin stóðu í augum áheyrendanna og steinmúrarnir hrist-
ust af sigurópum.
Hinn virðulegi Pundarik hristi höfuðið fyrirlitlega yfir þessu
-gosi tilfinninganna hjá fólkinu. Hann glotti háðslega um leið
og hann stóð upp og hrópaði til mannfjöldans: »Hvað er