Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 7
EIMREIÐIN
ViLHJALMUR MORRIS
263
bendir til, frá hinu breska Vallandi (Wales); varð hann auð-
maður allmikill áður en hann dó, svo ekkja hans gat veitt
börnum þeirra það uppeldi er hún vildi. Var þá Vilhjálmur
barn að aldri. Hann var snemma bráðger, fjörmikill og fræk-
inn, skarpur og námgjarn, en þó hvikull nokkuð við bækur.
Kom hann til Oxfordarháskóla vart tvítugur að aldri og hr
þegar nám sitt
með mikilli rögg
og þó nokkuð
öðruvísi en tíðsk-
an krafði, var all-
hyskinn við sumt
og vildi vera sjálf-
ráður, en sjóð-
næmur á það,
sem vakti áhuga
hans, og helst
það er listafróð-
leik snerti, var
útivistarmaður og
ástfanginn í allri
i fegurð, hvort :
heldur var með
höndum gerð eða
: af náttúrunni :
framleidd. Þá var
hreyfingatíð mikil ..
a Vilhialmur Morris.
a Englandi og
ekki hvað minst við báða hina fornfrægu háskóla í Oxford og
Cambridge. Gekk mikil undiralda í landinu eftir kirkjuvakning
þá, sem kend var við Pusey, kennimann mikinn; vildu þeir, sem
lengst fóru, að biskupakirkja Englands yrði aftur kathólsk til fulls.
Annað uppnámið, sem þá var nýlega sefað, var Kornlagastríðið,
og hið þriðja, hið svo nefnda Chartistastríð, þegar kosningar-
rjettur alþýðu var aukinn með lögum. Alt þetta vakti nýtt fjör
og frelsisanda við hina gömlu íhalds-háskóla. Kom þá og um
þær mundir mest fram listafræðingurinn og vandlætishetjan
John Ruskin, sem helst má líkja við þrjá fyrirtaksmenn í