Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 74
EIMREIÐIN
íslensk blaðamenska.
Hundrað og fimtíu ára minning.
(Okt. 1773 — Okt. 1923).
Nýlega var einu sinni sem oftar talað um það úr prédik-
unarstól hér í Reykjavík, hvernig ástatt væri um kirkjumál og
kristnihald í Iandinu, og var í því sambandi einnig vikið að
afstöðu stjórnmála og trúmála í þjóðlífi nútímans. Var þá
líka á það minst, að nú orðið væri það í rauninni ekki
klerkdómurinn eða kirkjunnar starfsmenn, sem mest hefðu
ítök og áhrif á almenningsálit og alþjóðarmál. Þar væri kom-
inn annar flokkur manna, sem meira mótaði andlegt líf mikils
þorra þjóðanna og réði ekki hvað minstu um hugarstefnur og
mentafar almennings. Þess vegna væri líka mikið undir því
komið, að í stétt þessa veldust góðir menn og gagnmentaðir.
En það voru blaðamenn, sem hér var átt við. Þessi hin miklu
áhrif blaðamenskunnar í þjóðlífi nútímans eru líka alment
viðurkend í öllum mentalöndum, hvaða skoðanir sem menn
annars kunna að hafa á gildi hennar í einstökum atriðum.
En þrátt fyrir þetta er þó ekki auðhlaupið að því að skýr-
greina það, hvað átt sé við með blaðamensku í nútímaskiln-
ingi orðsins. Svo víðfaðma er verksvið hennar og svo fjöl-
þætt er ofið í efni blaðanna. Hér er með orðinu blaðamenska
átt við báðar þær tegundir, sem annars eru nefndar blöð og
tímarit, eða ritsmíðar eða ritsmíðasöfn um ýmiskonar efni, sem
koma út með vissu millibili, þannig að blöðin koma venjulega
oftar út, eru smærri hvert um sig, með fjölbreyttara efni og
yfirleitt styttri greinum, en tímaritin koma sjaldnar út, flytja
yfirleitt lengri greinar og eru meira í venjulegu bókaformi en
blöðin. Þegar litið er á efnið eitt, má með sanni segja, að
engin fyrirtæki eða andleg starfsemi geti sagt það með jafn-
miklum rétti og blöðin, að »nil humani a me alienum puto«
(ekkert mannlegt er mér óviðkomandi). Stjórnmál, trúmál, við-