Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 114
370
SAGAN UM HANN PETUR
EIMREIÐItO
legur, altaf í dröfnóitu vesti og síðum frakka og æfinlega
með vindil í munninum. Hann stóð fyrir framan bókahyllu í
»vöruskála« sínum, þegar vinur Sivles kom inn.
»Nú hefi eg náð í stórskáld handa yður«.
»Mjög vingjarnlegt, mjög vingjarnlegt«, sagði hr. Eiríksson
og blés reykjarmekki út úr sér. »Er það Björnson eða lbsen?«
»Nei, blessaðir verið þér, það er annað ennþá betra. Það
er Sivle, — Pétur Sivle, já, þér þekkið hann náttúrlega —
þér hafið lesið eftir hann . . .«.
»Vitaskuld!« sagði Eiríksson. Hann var nú vanari en svo,.
að hann léti sér bregða þó að hann heyrði ókunnugt nafn. —
»Hafið þér hann með yður?«
Já, hann bíður fyrir framan. En eins og þér vitið, getur
hann ekki talað. ]á, þér vitið náttúrlega úr bókmentasögunni,.
að Sivle er mállaus og heyrnarlaus«.
»Vitaskuld«, sagði hr. Eiríksson og færði til vindilinn í
munninum.
Þeir gengu fram fyrir. Þar sat Sivle og leit út fyrir, að'
hann ætlaði að standa á fætur og taka til máls.
»Mállaus — gersamlega mállaus!* endurtók vinur hans og
gaut til hans augunum. Sivle svelgdist á setningunni, og hann
brosti vandræðalega framan í hr. Eiríksson, sem hneigði sig
djúpt, mjög upp með sér yfir því að hafa stórskáld innan.
sinna veggja.
»Skilur hann það, sem eg segi?« spurði hr. Eiríksson.
»Nei, nema hann geti lesið af vörum yðar, ef þér talið
skýrt*.
Hrokkinhærði risinn á síða frakkanum hristi nú höndina á
Sivle og hrópaði með miklum varabrettum: »Eg er mjög hrif-
inn af öllum yðar snildarlega skáldskap!«
Sivle andvarpaði og gleypti eitthvað, sem hann gjarna vildi
sagt hafa. Svo fóru þeir vinur hans og Svíinn inn á skrif-
stofuna, þar sem þeir tóku sér sæti í djúpum, leðurfóðruðum
hægindastólum.
»Hér er þá handritið«, sagði hrappurinn.
»Þetta er eitt af allra djúpsæjustu ritum Sivles. Eg er ekki
nokkrum vafa um, að það markar tímamót í bókmentunum*.
Hr. Eiríksson vóg handritið í hendi sér, eins og til að meta.