Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 90
346
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN
áfram, ef þess hefði þótt vert. — En með þeim skilyrðum,
sem vér höfum átt kost á að vinna við enn sem komið er,
virðist of snemt enn, að ætla Reykjavíkurbæ dagblað«. —
Næsta tilraunin í þessa átt var svo gerð árið 1910 af Einari
Gunnarssyni, og stofnaði hann þá »Vísi til dagblaðs í Reykja-
vík«, og kemur það blað (»Vísir«) út enn. í stuttum inngangi
segir þar: »Vísir« er að þreifa fyrir sér, hvort tiltök séu að
stofna hér dagblað. Dagblaðið ætti aðallega að vera sannort
fréttablað, en laust við að taka þátt í deilumálum. »Vísir«
óskar stuðnings sem flestra og leiðbeiningar um það, sem
vanta þykir«. — Þegar »Vísir« hafði staðið sæmilega um
stund, mest fyrir natna og lipra stjórn E. G., þó hann væri
annars ekki mikill rithöfundur eða blaðamaður, hóf Vilhj.
Finsen útgáfu annars dagblaðs í Rvík, »Morgunblaðsins«
(1913), og náði það brátt mikilli útbreiðslu í bænum. Það átti
einnig »fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og
lipurt ritað fréttablað«, en »tekur ekki þátt í flokkadeilum«.
Seinna bættist þriðja dagblaðið einnig við í Reykjavík, »A1-
þýðublaðið«, og fékk einnig allmikil áhrif undir stjórn Ólafs
Friðrikssonar, sem áður hafði einnig verið ritstjóri vikublaðs-
ins »Dagsbrúnar«, sem jafnaðarmannaflokkurinn gaf líka út.
Annarsstaðar á landinu hafa ekki komið út dagblöð.
Auk þessara blaða, sem nú hafa verið talin, kom út á þessu
tímabili mesti fjöldi annara blaða, talsvert á annað hundrað,
og hafði aldrei áður verið svo ör viðkoman. Mörg af þessum
blöðum lifðu þó að eins skamma stund, voru málgögn ein-
stakra, skammærra hreyfinga, kosningablöð, félagsblöð o. s. frv..
Af þeim blöðum, sem lifað hafa, eru útbreiddust og áhrifa-
mest um land alt, annarsvegar blöð Þorsteins Gíslasonar og
þau blöð úti um land, sem þeim standa næst, og hinsvegar
»Tíminn«, sem öðlast hefir aðaláhrif sín undir ritstjórn séra
Tryggva Þórhallssonar, og þau blöð, sem honum fylgja helst.
^afnaðarmannablöðin hafa einnig allmikla útbreiðslu í sumum
kaupstöðum. Annars er flokkaskipun og flokkaafstaða í þjóð-
málunum að ýmsu leyti svo á ringulreið eða í millibilsástandi,
að eftir þeim einum er ekki altaf gott að flokka blöðin, enda
eru stjórnmálin ekki nema einn liður af verkefni þeirra. Af tíma-
ritunum eru elst og helst »Eimreiðin«, »Iðunn« og »Skírnir«,