Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 82
338
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIlf
um. Aðalmaður þessa fyrirtækis, sem að sumu leyti varð til
sem klofningur úr Fjölnisfélaginu, var ]ón Sigurðsson alþing-
isforseti. »Félagsritin« voru lengstum aðalmálgagn hans og
málsvari í hinum ýmsu greinum stjórnmálabaráttu hans og
hafa á þann hátt haft allmikil áhrif á gang málanna. Jafnframt
hefir efni þeirra nokkuð mótast af þessu, og lögðu þó ýmsir
aðrir þeim lið sitt en ]. S. einn.
]afnframt þessum ritum, sem nú hafa verið nefnd, komu svo
út ýms önnur, sem minna gildi hafa haft fyrir almenna þróun
tímabilsins, en voru þó sæmileg rit á sínu sviði sum hver^
Má þar nefna »Sunnanpóstinn« (1835), »Arsrit presta í Þórs-
nesþingi (1846), »Reykjavíkurpóstinn« (1846), »Ársritið Gest
Vestfirðing« (1847) og »Norðurfara« (1848). Einnig má geta
þess, að 1837 fer fyrst að koma út prentað íslenskt almanak.
Á árunum um og eftir endurreisn Alþingis kemst að ýmsu
leyti ný hreyfing á þjóðlíf Islendinga. Áhrif hennar koma
einnig fram í blaðamenskunni beinlínis, eins og tímaritin höfðu
líka áður átt hinn öflugusta þátt í því að vekja þessa hreyf-
ingu og móta hana. En með auknum þjóðmálaáhuga skapað-
ist einnig aukin blaðaþörf, bæði þörf þess, að blöðin kæmu
oftar út en áður, og að þau væru fleiri og fjölbreyttari. Upp
úr þeirri þörf spratt hálfsmánaðarritið »Þjóðólfur« 1848 og
nokkru seinna, 1849, »Lanztíðindin« sem andstöðublað hans.
Og síðan fór blöðunum að fjölga óðar en áður og stóðu þó
skamma stund mörg, »Ný tíðindi* 1852, »Ingólfur« og »Norðri«
1853, »íslendingur« 1860, »Norðanfari« 1862, »Baldur« 1868,.
»Tíminn« 1871, »Göngu-Hrólfur« 1872, »Víkverji« 1873 og
auk þess ýms rit, sem fremur voru í tímaritsformi, »Bóndi«
1851, »Hirðir« 1857, »Ný Sumargjöf* 1859, »Iðunn« 1860,.
»Höldur« 1861 og svo »Tímarit« ]óns Péturssonar 1869 og
»Gefn« Ben. Gröndals 1870, »Heilbrigðistíðindi« og »Sæ-
mundur fróði« ]óns Hjaltalín, »Ársrit prestaskólans* o. fl..
Af þessum ritum fékk þó »Þjóðólfur« einna mest áhrif í
sögu blaðamenskunnar og jafnframt á þróun þjóðmálanna yfir-
leitt. Hann varð líka langlífastur, lifði til 1912. Stofnun »Þjóð-
ólfs« og tilvera virðist þó ekki hafa gengið þrautalaust í upp-
hafi. Hann var um tíma stansaður af stiftsyfirvöldunum, sem
prentsmiðjunni réðu, og þá prentaður í Kaupmannahöfn og.