Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 94
350
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN
kasta frá sér hjá þeim, sem fyrst verða fyrir í kaupstöðun-
um . . .« Seinna breytist þó þetta snið, með símasambandi
við útlönd og bættum samgöngum innan lands — —
Dómunum um blöð og blaðamensku þessara ára getur að-
sjálfsögðu brugðið til beggja skauta. Af því blaðamennirnir hafa
verið »radical, original, andríkir, skömmóttir, partískir . . . eða
spilað á almennustu strengina, sem eru alþýðunnar 5 skyn-
færi« eins og Matthías ]ochumsson segir í bréfunum til Þorst.
Gíslasonar, hefir árangurinn orðið misjafn. En áhrifunum
verður ekki neitað. Altaf hafa þó einhverjir verið, sem hugs-
að hafa svipað og segir í vísunni, að »yfir oss blöðin eitri
spúa — út til sjós og fram til dala«. Svipuð hugsun kemur
t. d. fram í bréfi einu frá Ben. Gröndal 1895: »Svona eru
íslendingar*, segir hann. »Með öllu þeirra framfarakjaftæði
og búskapartali hafa þeir ekki vit á lífinu heldur en hundar
og eg hef enga trú á neinni framtíð eða fullkomnunarástandi
í því formi, sem menn prédika, það er bara til að gera fólkið
vitlaust og truflað, og það eru blöðin þegar búin að gera« . .
Dómar eins og þessi eru þó bersýnilega ekki reistir á rök-
um náinnar rannsóknar á eðli og gildi blaðamenskunnar sjálfr-
ar. Þeir eru mótaðir af öðrum, almennum skoðunum eða til-
finningum dómandans. í réttlátan rökdóm um blaðamenskuna
yrði slungið mörgum þáttum. Blöðin og tímaritin eru nú orð-
in helsti lestur margra manna. Þau móta hugsanir þeirra og
áhugamál. Þau ráða að mörgu leyti stormum og stillum á hafi
þjóðlífsins. Þess vegna er skylt að minnast þeirra. Með kost-
um sínum og göllum eru þau stórveldi, sem ekkert mannlegt
er óviðkomandi.
Vilhjálmur Þ. Gíslason.