Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN
RABINDRANATH TAGORE
315.
Evrópu keptust menn við að sýna honum lotningu. í þeirri
ferð kom hann snemma á árinu 1921 til Kaupmannahafnar, og
var honum tekið þar með meiri viðhöfn en nokkrum þjóðhöfð-
ingja. En það er sagt um Tagore, að hann kunni fremur illa
öllum þessum gauragangi, og kjósi helst að lifa í kyrþey.
Sumir hafa fundið Tagore það til foráttu, að lífsskoðun
hans væri alt of fjarlæg veruleikanum til þess, að hún gæti
að haldi komið fyrir Vesturlandabúa, þótt hún geti verið góð
fyrir hina draumlyndu Indverja. En í raun og veru er þetta
fjarstæða. Því lífsskoðun Tagores er í aðalatriðunum sú sama
og lífsskoðun kristindómsins, eins og hann var boðaður af
Kristi sjálfum.
Sigurinn.
Eftir Sir Rabindranath Tagore.
Konungsdóttirin hét Ajita. Og hirðskáld Narayans konungs
hafði aldrei séð hana. En daginn sem hann flutti konunginum
nýja kvæðið sitt, hóf hann upp raust sína svo hátt, að hinir
ósýnilegu áheyrendur, að baki tjaldanna á veggsvölunum hátt
uppi yfir salnum, máttu vel heyra. Hann söng ljóð sitt út t
fjarlægan stjörnugeyminn, þar sem ljósbauguð örlagastjarnan
hans skein óþekt og úr augsýn.
Honum fanst hann verða var við einhvern skugga á hreyf-
ingu bak við tjöldin. Silfurtærir hljómar svifu honum að eyr-
um úr fjarska, og hann tók að dreyma um ökla skreytta ör-
smáum, gullnum bjöllum, sem söng í við sérhvert skref. 0_
rósrauðu, mjúku fætur, sem struku duft jarðar eins og misk-
unn guðs mannkyn fallið! Skáldið geymdi minninguna í hjarta
sínu, og þar óf hann söngva sína samhljóma þessum gullnu
bjöllum. Hann var ekki í nokkrum vafa um hvers skuggi það
var, sem hreyfðist að tjaldabaki, né heldur hver átti öklana
bjöllum skreyttu, sem kliðuðu eftir sama hljóðfalli eins og
hjartslátturinn í barmi hans.