Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 59

Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 59
EIMREIÐIN RABINDRANATH TAGORE 315. Evrópu keptust menn við að sýna honum lotningu. í þeirri ferð kom hann snemma á árinu 1921 til Kaupmannahafnar, og var honum tekið þar með meiri viðhöfn en nokkrum þjóðhöfð- ingja. En það er sagt um Tagore, að hann kunni fremur illa öllum þessum gauragangi, og kjósi helst að lifa í kyrþey. Sumir hafa fundið Tagore það til foráttu, að lífsskoðun hans væri alt of fjarlæg veruleikanum til þess, að hún gæti að haldi komið fyrir Vesturlandabúa, þótt hún geti verið góð fyrir hina draumlyndu Indverja. En í raun og veru er þetta fjarstæða. Því lífsskoðun Tagores er í aðalatriðunum sú sama og lífsskoðun kristindómsins, eins og hann var boðaður af Kristi sjálfum. Sigurinn. Eftir Sir Rabindranath Tagore. Konungsdóttirin hét Ajita. Og hirðskáld Narayans konungs hafði aldrei séð hana. En daginn sem hann flutti konunginum nýja kvæðið sitt, hóf hann upp raust sína svo hátt, að hinir ósýnilegu áheyrendur, að baki tjaldanna á veggsvölunum hátt uppi yfir salnum, máttu vel heyra. Hann söng ljóð sitt út t fjarlægan stjörnugeyminn, þar sem ljósbauguð örlagastjarnan hans skein óþekt og úr augsýn. Honum fanst hann verða var við einhvern skugga á hreyf- ingu bak við tjöldin. Silfurtærir hljómar svifu honum að eyr- um úr fjarska, og hann tók að dreyma um ökla skreytta ör- smáum, gullnum bjöllum, sem söng í við sérhvert skref. 0_ rósrauðu, mjúku fætur, sem struku duft jarðar eins og misk- unn guðs mannkyn fallið! Skáldið geymdi minninguna í hjarta sínu, og þar óf hann söngva sína samhljóma þessum gullnu bjöllum. Hann var ekki í nokkrum vafa um hvers skuggi það var, sem hreyfðist að tjaldabaki, né heldur hver átti öklana bjöllum skreyttu, sem kliðuðu eftir sama hljóðfalli eins og hjartslátturinn í barmi hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.