Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 40
296
EITT VANDAM. N. T. SKVR.
eimreiðin
samband vort við höfund tilverunnar? Hafi hann verið heil-
agur og syndlaus, þrátt fyrir það, að hann fæddist af jarð-
neskri móður, gat þá ekki guðleg forsjón varðveitt hann frá
því að vera að segja háskalegar vitleysur?
Eg vona, að yður fari nú að skiljast, ef yður hefir ekki
verið það ljóst áður, að þessi spurning um tilveru illu and-
anna er í raun og veru mikilvægari en í fljótu bragði virðist
og að hér er um eitt af mestu vandamálum Nýja testamentis-
skýringarinnar að ræða.
Samviskusamur biblíuskýrandi verður að reyna að afla sér
betri fræðslu um þessi efni. Hann verður fyrst að komast aðr
hverjar hafi verið hinar raunverulegu skoðanir þátíðarinnar í
þessum efnum, og því næst kynna sér reynslu nútímans á
sams konar fyrirbrigðum.
Sé leitað í skýringarritum þeim, sem völ er á, að minsta
kosti meðal protestantískra kirkjudeilda, þá er þar enga skýr-
ing að finna á því, hvers konar verur þessir illu andar Nýja
testamentisins hafi verið. Um það er algerlega þagað í þeim
skýringarritum, sem eg hefi náð í.
I guðspjöllunum eru þeir, eins og kunnugt er, ýmist nefndir
»daimonia«, »daimones«, eða »óhreinir andar«, eða »illir
andar«.
I síðgyðingdómsritunum koma fram þær skoðanir um upp-
runa djöfulsins og »demónanna« (illu andanna), að þeir séu
sálir risanna, er áttu að hafa orðið til á jörðunni við atburð-
inn, sem þjóðsagan í I. Mósebók 6 segir frá (I. Enoksbók)
eða að þeir séu fallnir englar (Æfi Adams og Evu) Þessara
hugmynda um illu eða óhreinu andana verður alls ekki vart í
samstofna guðspjöllunum að mínu viti. Jóhannesarritin tala
hins vegar um Satan sem fallinn engil.
En langmerkilegust er sú fræðsla, er jósefus Flavius,
sagnaritari Gyðinga (f. 37 eða 38 e. Kr., dáinn rétt eftir 100)
veifir oss í þessu efni. I riti sínu De bello Judaico lýsir hann
á einum stað dal einum, er Baaras nefndist, og segir, að þar
vaxi jurt ein og sé rótin (radix) notuð til lækninga, t. d. til
að stöðva blóðlát kvenna. Mesti kostur hennar sé þó sá, að
hana megi nota til þess að reka illa anda út af sjúkum
mönnum. Eg leyfi mér að tilfæra hér orð hans á latínu: