Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 64

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 64
320 SIGURINN EIMREIÐII^ að klappa skáldinu lof í lófa. En þegar áheyrendurnir höfðu náð sér, stóð Pundarik á fætur frammi fyrir hásætinu og skoraði á keppinaut sinn að útskýra hver elskhuginn og unn- ustan í kvæðinu væru. Hann leit í kring um sig hrokafullur á svip, brosti til félaga sinna og spurði aftur: »Hver er Krishna, unnustinn, og hver er Radha, unnustan?* Því næst tók hann að skýrgreina uppruna þessara orða og kom með allskonar útskýringar á því, hvað þau þýddu. Hann rakti fyrir undrandi áheyrendunum allar lærdómsflækjur hinna ýmsu háspekiskóla með einstakri nákvæmni. Hann tók hvern staf útaf fyrir sig í nöfnum þessum, og með miskunarlausri rökfimi tætti hann sundur merkingu þeirra svo þar stóð ekki steinn yfir steini, en kom svo fram með nýjar skýringar, sem jafnvel snjöllustu málvitringa hafði aldrei órað fyrir. Lærifeðurnir réðu sér ekki fyrir fögnuði. Þeir æptu af að- dáun svo undir tók í salnum. Og fólkið tók undir með þeim. Því svó lét það blekkjast, að nú var það sannfært um, að þessi afburða vitringur hefði svift skýlunni af sannleikanum fyrir fult og alt. Það varð svo hrifið af íþróttar-afreki þessa að- komusnillings, að það gleymdi alveg að spyrja sjálft sig, hvort' nokkur sannleikur hefði verið bak við skýluna eftir alt saman. Konungurinn varð sem steini lostinn af undrun. Umhverfið var alt í einu orðið hreinsað af öllum tónlistarhugarburði og útlit umheimsins breyttist úr hressandi gróanda vorsins í stein- lagðan þjóðveg, harðan og sléttan. Fólkinu fanst skáldið sitt vera barn í samanburði við þenna risa, sem barði niður erfiðleikana við hvert fótmál í heimi hugsana og orða. Aheyrendunum varð nú í fyrsta skifti á æfinni ljóst, að kvæði Shekars voru óskaplega einfeldnisleg.. Það hlaut að vera hrein tilviljun, að þeir skyldu ekki hafa skrifað þau sjálfir. Það var hvorki neitt nýtt, þungskilið, fræð- andi eða þarflegt í þeim. Konungurinn leit hvatningaraugum til Shekars og gerði honum skiljanlegt með bendingum, að hann skyldi reyna að gera lokatilraun. En Shekar skeytti því engu og sat sem fastast. í bræði sinni steig konungurinn niður úr hásætinu, tók perlufestina af sér og setti um hálsinn á Pundarek. Allir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.