Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Side 86

Eimreiðin - 01.10.1923, Side 86
342 ÍSLENSK BLAÐAMENSKA EIMREIÐIN tók Olafur sonur hans við stjórn blaðsins, en 1921 hætti það að koma út og rann saman við eitt aðalandstöðublað sitt frá fyrri árum, »Lögréttu« Þorsteins Gíslasonar. Samtíða »ísafold« voru svo mörg önnur blöð starfandi. »Þjóðólfur« var hið elsta þeirra og hafði lengi enn mikla út- breiðslu og áhrif t. d. undir stjórn Hannesar Þorsteinssonar. Af öðrum blöðum, sem hófust á þessum árum, má nefna »Skuld« 1877, »Fróða« 1880, »Austra« 1883, »Fjallkonuna« 1884, »Þjóðviljann« 1886, »Hirkjublaðið« og »Sunnanfara« 1891, »Kvennablaðið« 1895, »Bjarka« 1896, »ísland« 1897, »Barnablaðið« 1897. Þá koma einnig ýms ný tímarit, og var »Andvari«, sem áður er getið, einna merkast þeirra og kem- ur út enn. 1875 fór Þjóðvinafélagið einnig að gefa út Alman- ak. Þá hefst einnig Eimreiðin 1895 undir stjórn Valtýs Guð- mundssonar, og söfnuðust margir ritfærir menn í kringum hana, og fékst hún við margvísleg efni, innlend og erlend. Hún kom út í Kaupmannahöfn þangað til 1918, að Magnús Jónsson varð ritstjóri, þangað til hún er nú aftur seld Sveini Sigurðssyni. Af öðrum tímaritum þarf að nefna »Búnaðar- ritið«, sérfræðirit um búnað og búfræði alls konar, sem komið hefir út frá því 1887, »Eir«, heilbrigðisrit, sem kom út 1899—1900, »Fríkirkjuna«, sem kom út 1899—1902, »Lögfræðing« 1897—1901, »Sunnanfara« 1891 —1903, Tíma- rit um uppeldi og mentamál 1888—92. Loks er svo Tímarit Bókmentafélagsins, sem kom út 1880—1904, vandað og vel skrifað fræðirit að mestu leyti, um ýms efni. En 1904 voru bæði rit þessa félags sameinuð í »Skírni«. Enn fremur má svo geta ritsins »Verðandi«, sem kom út að eins 1882, þar sem það er alment talið upphafsrit »realismans« á Islandi, þó það hafi annars ekki haft nein áhrif á sögu blaðamenskunnar. En einn af útgefendum þess sérstaklega, Einar Hjörleifsson Kvaran, hefir þó verið allmikið við íslenska blaðamensku riðinn. Eins og sjá má á þessu stutta yfirliti, urðu ýmsar breyting- ar og framfarir í íslenskri blaðamensku um þetta síðast nefnda skeið. Er þar bæði um að ræða aukning ýmsra sér- fræðirita og stækkun blaðanna og að sumu leyti nýtt snið og nýtt skipulag. Kemur það að ýmsu leyti fram í »Islandi«
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.