Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Side 102

Eimreiðin - 01.10.1923, Side 102
358 STÚDENTALÍF Á QARÐI EIMREIÐIN Fyrst og fremst eru allir Garðbúar eitt félag, og auk þess voru þar fjölda mörg smærri félög. Um langan aldur höfðu verið tvö pólitísk félög: »Pip«, sem upphaflega var félag íhaldsmanna og hálfkristilegt, og »Gamli«, sem var frjálslynt og orðlagt fyrir púnsgildi. Þvi nær allir Islendingar hafa verið í »Gamla« frá stofnun hans og til 1911. Þá var stofnað þriðja félagið »Uglan«. Hún átti víst að vera frjálslynt, bind- indissinnað félag, en varð brátt eins púns-elskandi og hin. Flestir Landar á seinustu árunum voru »Uglumenn«. Stjórn- málaskoðanir skiftu mönnum ekki lengur í félögin, nema hvað í »Gamla« voru jafnan mestmegnis frjálslyndir menn, einkum læknanemar. í þessum félögum voru oft haldnir málfundir og samdrykkj- ur. En auk þeirra voru mörg önnur félög með undarlegum stefnuskrám. Þannig var eitt félag drykkjumanna (það dó fljótt), söngfélag, íþróttafélög, sagnfræðingafélag, sem veitti mönnum nafnbætur í háskólastíl. Þar fékk eg meistaranafnbót fyrir ritgerð um afstöðu hinna kaþólsku biskupa á íslandi til einlífis (Cölibat), og margar spaugilegar ritgerðir komu þar fram. Loks var þar blaðafélag og kaupfélag til matarkaupa, og mörg fleiri. Dagurinn leið þannig hjá flestum. Menn fóru snemma á fætur, sumir kl. 6, og settust að próflestri, aðrir kl. 8—9 og byrjuðu daginn með því að lesa morgunblöðin og drekka kaffi. Síðan borðuðu menn morgunverð, sem þeir vanalega bjuggu sjálfir að meira eða minna leyti. Svo fóru margir í Háskólann og voru þar 2—4 tíma. Síðari hluta dags lásu flestir námsbækur sínar, og á kvöldin söfnuðust menn saman á lestrarsalnum, lásu blöðin eða ræddu um pólitík og dagsins viðburði. Vor og haust héldu menn sig mest niðri í garðin- um undir Lindinni, fluttu þangað stóla og lampa, þegar gott var veður. Stundum voru þar haldin smágildi. Af öllum þessum féllagsskap og samlífi stúdenta leiddi, að þar mynduðust traust vináttubönd. Þeir, sem voru þar sam- tíða, urðu eins konar fóstbræður, og hvar sem þeir hittast síðar á lífsleiðinni, eru þeir eins og gamlir aldavinir. Og víst er það, að þegar gamlir Garðbúar rifja upp endurminningar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.