Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 61

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 61
EIMREIÐIN SIQURINN 317 voru á allra vörum. Við minsta mánaglit og mýkstu hvíslingar sumargolunnar flutu söngvarnir yfir landið, frá gluggum og görðum, seglbátum og undan skuggasælum trjánum meðfram þjóðvegunum, bornir af óteljandi röddum. Þannig leið hver dagurinn af öðrum í unaði. Skáldið flutti ljóð sín, konungurinn hlustaði, áheyrendurnir klöppuðu lof í lófa, Manjari kom við í herbergi skáldsins á ferðum sínum til fljótsins, — skugginn flögraði að baki tjaldanna á veggsvöl- unum, og gullnu bjöllurnar örsmáu hljómuðu úr fjarska. En í sama mund lagði skáld nokkurt sunnun úr löndum af stað heimanað í sigurför sína. Hann kom til Narayans kon- ungs í konungsríkinu Amarapur. Hann stóð fyrir framan há- sætið og flutti konungi lofsöng. Hann hafði skorað öll hirð- skáld, sem urðu á leið hans, á hólm og alstaðar borið sigur úr býtum. Konungurinn tók við honum með sæmd og sagði: »Eg býð þig velkominn, skáld«. Pundarik skáld svaraði drembilega: »Eg krefst hólmgöngu, herra«. Hirðskáld konungsins, Shekar, vissi ekki hvernig hólmganga skáldgyðjunnar skyldi háð. Hann gat ekki sofið um nóttina. Voldug myndin af Pundarik hinum fræga með hvassa nefið, bogið eins og tyrkneskt sverð, og drembilega höfuðið, reigt út á aðra öxlina, ásótti skáldið í dimmu næturinnar. Shekar hafði hjartslátt þegar hann um morguninn gekk fram á hringsviðið. Leikhúsið var troðfult af fólki. Skáldið laut keppinaut sínum brosandi til kveðju. Pundarik svaraði með því að kasta lítið eitt til höfðinu, sneri sér síðan að flokki aðdáunarfullra förunauta sinna og brosti háðslega. Shekar leit sem snöggvast upp til tjölduðu svalanna hátt uppi, heilsaði drottningu hjarta síns í huganum og sagði: »Verði eg sigurvegari í bardaganum í dag, drottning mín, skal sigursælt nafn þitt verða vegsamað«. Lúðurinn gall. Mannfjöldinn mikli stóð upp og æpti sigur- óp fyrir konunginum. Konungurinn, sem var klæddur skraut- legri, snjóhvítri skykkju, sveif hægt inn salinn, eins og líð- andi haustský, og settist í hásæti sitt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.