Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Side 28

Eimreiðin - 01.10.1923, Side 28
284 VILHJÁLMUR MORRIS eimreiðiíí eins, er ]ohn H. Middleton- hét; urðu þeir M. brátt vinir miklnv því að Mr. Middleton var líka hinn mesti listafræðingur og hjálpaði M. síðar mjög við hinn dýra austurlenska skrúðvefnað o. f!.. Þeir félagar voru um 2 mánuði í íslandsferðinni og sigldu báðar leiðir með Díönu, eins og hið fyrra sinn. Þeir fóru fyrst austur að Hlíðarenda og um þær sveitir, þá aftur til Rvíkur, og lögðu síðan upp á heiðar og fóru norður Sprengisand. »Vorum við einn dag 15 kl. stundir á hestbaki í einu«, segir M.. Þeir sneru aftur við Dettifoss og héldu svo til Eyjafjarðar. En þá er að sjá sem þeir hafi farið Eyfirð- ingaveg og suður Kjöl, því þess er getið, að M. hafi séð Drangey af heiðum ofan. Einnig það ferðalag þoldi M. vel; er að sjá á bréfum hans, sem álit hans á landi og þjóð hafi hvergi þorrið, heldur fest enn dýpri rætur við þessa ferð, og einkum við hina stórfeldu fjallvegi. I bréfi eftir heimkomu hans segist honum svo: »Ferðin hefir dýpkað áhrif Islands á mig og aukið elsku mína til hinnar kostulegu eyju. Hin dásamlega einfeldni hins harmsögulega og hræðilega lands, sem þó er svo fagurt og fult af hinum alkunnu hetjusögum, hefir útrýmt hjá mér allri ólund og aðfinningum, en gert mér blessuð andlitin konu minnar og barna og vini kærri inér en nokkru sinni áður. Mér finst sem ákveðinn kafli af æfi sé nú liðinn er eg hefi Island síðast augum litið. Og þegar eg í kvöld horfði á Karlsvagninn á himninum, fanst mér sem eg lifði upp aftur alt ferðalagið þar, orðið háleitt og fult af hugsæi, uns hjartað í mér sló, hrifið af undrun og aðdáun. Eg hefi í sannleika sagt mikið grætt, og það var engin hégómafýsn, sem dró mig þangað, heldur frumhvöt míns eðlis, er sagði mér hvers eg þyrfti. I öðru bréfi er M. kátur og segir frá skrítlum, er sér hafi mætt í Rvík (um gististaði og landsmenn talar hann nálega hvergi), og var mest af því saga um kerlingarnyrfil. 77 ára. Hún var ensk, flugrík og var með á Díönu. Hún hélt sér vel upp og lét stórum dekra við sig á skipinu; síðan lætur hún kapteininn leiða sig upp til Thomsens í Rvík og afhendir honum 4 pence (25 aura) og biður hann skifta milli skips- manna, »því mér er síður um að þeir drekki frá sér vitið«,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.