Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Side 60

Eimreiðin - 01.10.1923, Side 60
316 SIGURINN EIMREIDIN Þerna konungsdótturinnar, sem hét Manjari, gekk fram hjá húsi skáldsins á leið sinni til elfarinnar, og lét hún aldrei svo dag líða, að hún ekki skifti við skáldið nokkrum orðum í laumi. Þegar enginn var á veginum og rökkrið hafði hulið landið, var hún vön að ganga djarflega inn í herbergi hans og setjast á hornið á gólfábreiðunni. Valið á litnum í blæj- unni hennar og á blómunum í hári hennar kom því upp um hana, hve ant henni var orðið um útlit sitt. Fólk brosti og stakk saman nefjum um þetta, eins og því var ekki láandi. Því skáldið Shekar reyndi aldrei að leyna því, að þessir fundir voru honum til óblandinnar ánægju. Þýðingin á nafninu hennar var: Blómaregn. Vér verðum nú að játa, að óbreyttum, dauðlegum mönnum hefði mátt finnast sú þýðing nægilega fögur. En Shekar bætti sjálfur við nafnið og kallaði hana: Vorblómaregn. Og óbreyttir, dauðlegir menn hristu höfuðin og sögðu: »Það munaði ekki um minna!« I vorljóðum þeim, sem skáldið orkti, var lofið um vor- blömaregnið grunsamlega oft endurtekið. Og konungurinn kinkaði kolli og brosti til skáldsins, þegar hann heyrði þetta, og skáldið brosti í móti. Stundum spurði konungurinn upp úr þurru: »Er starf bý- flugunnar eingöngu fólgið í því að suða innan um vorgróð- urinn?« Þá var skáldið vant að svara: »Nei, ekki eingöngu, heldur líka að sjúga hunangið af vorblómaregninu*. Og allir hlóu í höll konungs. Og það gekk sú saga, að Ajita kongsdóttir hefði líka hlegið þegar þerna hennar tók upp nafn það, er skáldið hafði gefið henni. Og Manjari var glöð í hjarta sínu. Þannig blandast sannleikur og lýgi í lífinu, og mennirnir setja sitt eigið útflúr á það, sem guð sjálfur hefir reisa látið. Eini ómengaði sannleikurinn, sem boðaður var í höllu kon- ungs, var sá, er skáldið flutti. Vrkisefnin voru: Krishna, ást- guðinn, og Radha, ástgyðjan, hinn eilífi maður og hin eilífa kona, sorgin, sem komin er frá upphafi tímans, og sælan, sem á sér engan enda. Allir reyndu í hjarta sínu sannleikann í ljóðum þessum, allir undantekningarlaust, alt frá beininga- manninum og upp til sjálfs konungsins. Söngvar skáldsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.