Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 9
Inugangfsorð.
§ 1. Síðgyðiugdómnrinn og lielstu rit þess tímabils.
1. Síðgyðingdómur.
Sögu Gyðingaþjóðarinnar er, eins og sögu allra annara
þjóða, skift í mörg stærri og rninni timabil. Síðasta af þess-
um tímabilum hefir verið nefnt síðgyðingdómur og nær það
yfir rúmlega tveggja alda skeið, frá Makkabeauppreisninni
(ár 107 f. Krists burð), þangað til ríki Gjrðinga leið með
öllu undir lok við fall Jerúsalemsborgar árið 70 e. Kr. Hefir
timabil þetta einnig annað heiti og er nefnt nýjatestamentis-
tímabilið, þar eð viðburðir þeir, er nýja testamentið segir
frá, gerast á tímabili þessu og mörg af ritum nýja testa-
mentisins eru rituð á því. Flestir nota fremur nafnið síð-
gyðingdómur og á það bjer betur við, þar sem rannsóknin
beinist að gyðinglegum einkennum þessa tímabils.
Engan guðfræðing og yfirleitt engan krislinn rnann ætti
að þurfa að sannfæra um, að hjer sje um merkilegt tímabil
að ræða, sem vert sje að kynnast sem best og þekkja sem
nákvæmast. Því að um allar andlegar hreyfmgar er því svo
varið, að ekki er hægt að skilja þær til hlítar, án þess að
þekkja sem best og frá sem flestum hliðum öld þá, er
hreyfingin kom fram á, og alt ástand aldarinnar. Um öll
mikilmenni sögunnar á hið sama við, að ekki er unt að
skilja þau rjett, eða meta sem ber, nema því aðeins, að
menn þekki sem best umhverfið, sem þau lifðu í, og geti
kyut sjer ítarlega hugmyndaheiminn, sem umlukti þau. En
hví skyldi bið sama þá ekki eiga sjer stað nm þá andlegu
breyfinguna, sem kristnir menn telja mikilsverðasta um ald-
irnar, kristindóminn, og höfund kristnu trúarinnar, sem þeir
staðhæfa að verið hafi mesta mikilmennið, sem lifað hafi á
jörðu vorri?
Mörgum manninum hefir skilist, að mikilsvert væri að
kynnast jarðveginum, sem kristindómurinn er vaxinn upp
1